
Kraumsverðlaunahafar 2024
Amor Vincit Omnia, Iðunn Einars, sideproject, Sigrún, Sunna Margrét og Supersport! hljóta Kraumsverðlaunin í ár fyrir plötur sínar er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Pop-up verslun Sweet Salone – Aurora velgerðarsjóðs á Mýrargötu 41. Þetta er í sautjánda sinn sem verðlaunin eru veitt.
- Amor Vincit Omnia – brb babe
- Iðunn Einars – Í hennar heimi
- sideproject – sourcepond
- Sigrún – Monster Milk
- Sunna Margrét – Finger on Tongue
- Supersport! – Allt sem hefur gerst
Kraumsverðlaununin, árleg plötuverðlaun sem fyrst voru veitt árið 2008, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa nú rúmlega níutíu listamenn og hljómsveitir hlotið Kraumsverðlaunin fyrir plötur sínar, flest snemma á ferlinum.
Meðal Kraumsverðlaunhafa fyrri ára má nefna Agent Fresco, Önnu Þorvaldsdóttur, Ásgeir, Bjarka, BSÍ, Cell7, Daníel Bjarnason, Elínu Hall, FM Belfast, GDRN, Grísalappalísu, gugusar, Hildi Guðnadóttur, Hjaltalín, Huga Guðmundsson, Ísafold kammersveit, JDFR, Kæluna miklu, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Ojba Rasta, Ólöfu Arnalds, Retro Stefson, Samaris, Sing Fang, Sóleyju, Unu Torfa og fjölmarga fleiri.














































