
Birgir Nielsen
Glatkistan hefur í dag upplýsingar um tvö afmælisbörn tengd tónlistargeiranum:
Berglind Björk Jónasdóttir söngkona er sextíu og sex ára í dag. Hún er ein þriggja Borgardætra en hefur að auki sungið með hljómsveitum eins og Snillingunum og Saga Class. Söng Berglindar er að finna á plötum fjölmargra listamanna s.s. Geirmundar Valtýssonar, Guðrún Gunnarsdóttur, Rúnars Þórs, Ingva Þór Kormákssonar og margra annarra.
Birgir Nilsen Þórsson trymbill Vina vors og blóma og Lands og sona á fimmtíu og eins árs afmæli á þessum degi. Auk framangreindra sveita hefur Birgir leikið með sveitum eins og Maat mons, The Multiphones, Sælgætisgerðinni, Galeiðunni, Kántrýsveitinni Klaufum og Bravó auk þess að leika sem session leikari á hinum ýmsu plötum. Hann hefur einnig sent frá sér sólóefni.
Vissir þú að kassettu upplaginu af safnplötunni Icerave (1992) var fargað vegna þess að á því stóð „Alsæla“?














































