Afmælisbörn 12. apríl 2025

Finnur Bjarki Tryggvason

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á þessum degi í Glatkistunni.

Gunnlaugur (Bjarni) Melsteð söngvari og bassaleikari (f. 1949) hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést sumarið 1979 aðeins þrítugur að aldri. Gunnlaugur starfaði í hljómsveitum eins og Freeport, Tónatríóinu og Nútíð en þekktastur var hann sem söngvari Hauka sem gaf út tvær stórar plötur, en hann söng þar sígild lög eins og Fiskurinn hennar Stínu og Þrjú tonn af sandi, sem allir þekkja enn í dag.

Finnur Bjarki Tryggvason frá Hvolsvelli sem starfað hefur undir nafninu Porterhouse fagnar fimmtíu og fjögurra ára afmæli sínu á þessum degi. Finnur Bjarki sendi frá sér plötuna Spinal chords undir því nafni árið 2010 en hefur síðan þá gefið út nokkrar smáskífur sem aðgengilegar eru á tónlistarveitum.

Þá er hér að síðustu nefndur Úlfar Sigmarsson gítar- og hljómborðsleikari en hann lék með fjöldanum öllum af hljómsveitum hér á árum áður. Hér má nefna sveitir eins og Pónik, Mannakorn, Musicamaxima, Stuðgæjana og Hljómsveit André Bachmann svo nokkrar séu nefndar. Þá hefur hann leikið inn á fjölda platna.

Vissir þú að fimm meðlimir Combós Þórðar Hall léku sitt hvert lagið samtímis á sama tíma eitt sinn á tónleikum?