Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram í haust eins og síðustu 25 árin, og nú hefur heldur betur bæst í hóp þeirra þrjátíu og fimm tónlistaratriða sem áður hafði verið tilkynnt um því nú hafa tuttugu og níu slík bæst við – hér má nefna tónlistarfólk m.a. frá Írak, Kólumbíu og Mongólíu.
Íslensku flytjendurnir sem bæst hafa verið eru eftirfarandi:
Hver þekkir ekki Retro Stefson, eina af þekktustu hljómsveitum landsins frá því snemma á 21. öldinni. Við höfum beðið eftir þeim! Hljómsveitin toppaði vinsældarlista með lögum af samnefndri þriðju plötu sinni, sem kom út árið 2012. Eftir hlé árið 2016 kom þessi ástsæla íslenska hljómsveit saman á ný árið 2024 og við getum ekki beðið eftir að sjá þau í Listasafninu á Iceland Airwaves!
Dagskráin getur ekki talist fullkomin án eins heitasta rappara Íslands; því kynnum við til leiks Herra Hnetusmjör, fulltrúa Kópavogs. Hann sprakk fram á sjónarsviðið árið 2014 með frumraun sinni „Elías“. Síðan þá hefur hann dælt út hverjum smellinum á fætum öðrum og vinnur reglulega með stærstu nöfnum íslenska rappsins.
Þú vilt ekki missa af íslensku listakonunni JFDR. Söngkona, lagahöfundur og kvikmyndatónskáld sem spilar að því er virðist á öll hljóðfæri sem til eru. Hún er þekkt fyrir lagasmíð sem lítur inn á við og nýstárlega hljóðheima. Plata hennar Museum, var valin „Plata ársins“ á íslensku tónlistarverðlaununum árið 2024.
Íslenski gítarleikarinn, lagahöfundurinn og pródúsentinn Ari Árelíus býr í London og skapar tónlist sem blandar saman sýru-brimbrettarokki og Sahara-eyðimerkurblús. Fyrsta plata hans, Hiatus Terræ, sem kom út árið 2023, hlaut lof gagnrýnenda og var tilnefnd bæði til hinna eftirsóttu Kraumsverðlauna sem og íslensku tónlistarverðlaunanna.

Við kynnum næst íslenska tónskáldið, söngkonuna og fiðluleikarann Iðunni Einars. Hún ólst upp við klassíska tónlist en hefur hún nú fundið sinn stað sem flytjandi í fjölbreyttri popptónlist og blandar þessum tveimur heimum saman af tærri snilld.
Hin tilraunakennda íslenska Inki er þekkt fyrir að blanda saman rafrænum takti og óhefðbundnum frásögnum, allt frá því að vitna í munnlegar sögur og frásagnir úr fangelsum yfir í að smíða hljóðfæri sem líkja eftir jarðskjálftum. Verk hennar afmá hömlur tónsmíða og sameina tónlist, frásagnarlist og myndlist.
Ala$$$ka1867 er íslensk hip-hop og rapplistakona sem vakti fyrst athygli á SoundCloud fyrir einstakan hljóðheim, þar sem hún blandar saman flóknum laglínum við kraftmikla og harða takta.
The Icelandic Creature of Habit er persónulegt verkefni gítarleikarans Reynis Snæs Magnússonar, sem þekktur er víða innan fjölbreyttrar íslenskrar tónlistarsenu fyrir tjáningarríkan og kvikmyndalegan stíl þar sem gítarinn leiðir ferðina. Með drungafullum hljóðheimi og hráum tilfinningum verða lögin að hljóðrás fyrir augnablik sem þú vissir ekki að þyrftu tónlist.
Íslenska hljómsveitin Spacestation svífur á milli tónleikastaða Reykjavíkur og notar hráa riff og post-pönk níhilisma til að skapa hljóð sem líður eins og næturlest út í bláinn. Þessi upprennandi íslenska hljómsveit gaf út sína fyrstu plötu, Reykavík Syndrome, árið 2025 og lagið þeirra „Í Draumalandinu“ var valið lag ársins á Reykjavík Grapevine Music Awards.
Drengurinn fengurinn byrjaði sem plan um að verða ríkur hratt, en hefur þróast í langtímaverkefni með vafasama arðsemi. Ævintýrið hófst sem sólóverkefni á Akureyri árið 2016 og spannar óteljandi stíla. Snemma árs 2024 varð Drengurinn fengurinn að fullskipaðri hljómsveit með Agnieszku Staroń (bassi/söngur), Kęstutis Balčiūnas (trommur) og Drengnum sjálfum (gítar/söngur). Tónlistin er hrá, hvatvís og óslípuð.
Íslenska pönkhljómsveitin Geðbrigði blandar saman pönki, þungarokki og öðrum tónlistarstefnum. Hljómsveitin lætur ljóst sitt skína í íslenskum textum og sigraði Músíktilraunir árið 2025. Söngkonan Þórhildur Helga Pálsdóttir hlaut einnig verðlaunin „Söngkona Músíktilrauna“.
Þeir erlendu listamenn og hljómsveitir sem nú bætast í hópinn eru eftirfarandi:
BALTHVS (Kólumbía), Bricknasty (Írland), Drinking Boys and Girls Choir (Suður-Kórea), Enji (Mongólía), FABRÄK (Danmörk), Getdown Services (Bretland), I Am Roze (Bandaríkin), Jeshi (Bretland), Joey Valance & Brae (Bandaríkin), Katie Gregson-Macleod (Bretland), Lilyisthatyou (Kanada), Maya Delilah (Bretland), Nabeel (Bandaríkin), Panic Shack (BRetland), PUNCHBAG (Bretland), Saya Gray (Kanada), Tunde Adebimpe (Bandaríkin) og WU LYF (Bretland).


