Afmælisbörn 2. júlí 2025

Gunnar Bjarni Ragnarsson

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni:

Gunnar Bjarni Ragnarsson tónlistarmaður er fimmtíu og sex ára á þessum degi. Margir muna eftir honum sem gítarleikara og lagahöfundi í hljómsveitinni Jet Black Joe sem fór mikinn upp úr 1990 en hann hefur einnig starfrækt fjöldann allan af hljómsveitum frá unga aldri, þar má nefna sveitir eins og Jetz, Allaballar, Bleeding volcano, Boneyard, Mary Poppins, Nirvana, Bootlegs, Deep Black Zeppelin og FROG.

Unnsteinn Manúel Stefánsson forsprakki Retro Stefson er þrjátíu og fimm ára gamall í dag. Unnsteinn hefur sent frá sér töluvert af efni sem sólóisti en hefur einnig verið í hljómsveitum eins og Borealis band, Fallegum mönnum og Rapp 101, sent frá sér sólóefni undir nafninu Uni Stefson, auk þess að hafa starfað með ýmsu tónlistarfólki s.s. Benna Hemm Hemm, Reykjavík!, Emmsjé Gauta, Hermigervli, Hjaltalín, Immo og FM Belfast.

Vissir þú að Lofsöngur eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson var valinn þjóðsöngur Íslands fram yfir lagið sem þekkt er sem Eldgamla ísafold og er reyndar einnig þjóðsöngur Englendinga.