Tónlistarmaðurinn Snorri Gunnarsson heldur áfram að senda frá sér efni undir nafninu The Sweet parade en nýverið kom út smáskífan Lost empires sem er nú aðgengileg á helstu streymisveitum. Lagið er titillag samnefndrar breiðskífu sem væntanlega er á haustmánuðum. Snorri hefur starfað undir þessu nafnið í um fjögur ár og hefur sveitin gefið út tólf smáskífur til þessa, tónlistinni hefur verið lýst sem blöndu af indí/folk/alternative músík. Hér má heyra lagið.
Snorri Gunnarss hefur starfað með nokkrum þekktum hljómsveitum í gegnum tíðina og hér má nefna Soma, Stolið og Fjöll (Slow mountains).














































