Átján nýir listamenn hafa nú bæst í hóp þeirra sem koma fram á dagskrá Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar sem fram fer í haust en tilkynnt var um þá í vikunni. Nú stefnir í að Airwaves vikan verði eitt risastórt ævintýri þar sem fólk getur sett saman sína eigin dagskrá með framandi hljóðheimi og töfrum morgundagins – eins og það er orðað í tilkynningu.
Þau átján tónlistaratriði sem bættust í hópinn núna eru eftirfarandi (í stafrófsröð):
54 Ultra (US), Alex Amen (US), Andervel (IS), Baby Said (UK), Bashar Murad (PS), Bríet (IS), Clara La San (UK), CYBER (IS), Flesh Machine (IS), Knackered (DK), Máni Orrason (IS), Mukka (IS), Ólöf Arnalds (IS), OneDa (UK), Prince of the City (IS), Sigrún (IS), Silvana Estrada (MX) og ZAMILSKA (PL/IS).
Eins og sjá má af framangreindu eru fjölmargir Íslendingar meðal þeirra en samtals eru tónlistarfólk og hljómsveitir sem koma munu fram á hátíðinni farnir að nálgast hundraðið.
Miðasala á Airwaves hátíðina er nú í fullum gangi og hér er hægt að kaupa aðgang að henni – hér má svo sjá dagskrá hátíðarinnar en hún fer fram venju samkvæmt í byrjun nóvember.














































