Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur

Blúsfélag Reykjavíkur stendur fyrir blúskvöldi í kvöld þriðjudaginn 21. október kl. 20:30 á RVK Bruggfélag – Tónabíói, Skipholti 33 en þar stígur hljómsveitin Singletons á svið.

Singletons skipa þeir: Hannes Birgir Hjálmarsson söngvari og gítarleikari, Gunnar Örn Sigurðsson gítarleikari, Árni Björnsson bassaleikari, Steinar Björn Helgason trommuleikari og Ragnar Ólason trommuleikari.

Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin. Nóg af ókeypis bílastæðum.

Ekki missa af þessu! Hlökkum til að sjá ykkur.