Boðað er til skemmtilegs blúskvölds þriðjudagskvöldið 4. nóvember kl. 20:00 í Súðarvogi 30, til styrktar Blúsfélagi Reykjavíkur og Cadillac Klúbbnum.
Allt tónlistarfólk kvöldsins er á heimavelli en þau æfa reglulega í Cadillac klúbbnum og eru tilbúin að setja stemninguna í gang!
Á svið stíga:
• Sveinn Hauksson
• Cadillac Jazz Band
• Kveinstafir
• Halló Again
• Singletons
• CC Fleet Blues Band
Frjáls framlög eru vel þegin – tippbaukurinn verður á staðnum
Lifandi blús og góð stemning – ekki missa af þessu!














































