Iceland Airwaves 2025

Það er komið að enn einni Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni, þeirri tuttugustu og sjöttu í röðinni en hátíðin hefur verið árviss viðburður síðan 1999 þegar flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli var vettvangur hennar.

Hátíðin hófst í dag miðvikudag með nokkrum uppákomum – m.a. á Grund en hún hefst formlega á morgun fimmtudag með þéttri dagskrá á stöðum eins og Iðnó, Fríkirkjunni, Listasafni Reykjavíkur, Gauknum, Kolaportinu og víðar, og stendur allt fram á sunnudagskvöldið.

Eins og síðustu áriJn verður Glatkistan á ferðinni með myndavélina á lofti og birtir brot af stemmingunni á Facebook-síðu sinni.

Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar.