Afmælisbörn 2. desember 2025

Þorgrímur Haraldsson – Toggi

Á þessum degi koma tvö tónlistartengd afmælisbörn við sögu á Glatkistuvefnum:

Tónlistarmaðurinn Toggi (Þorgrímur Haraldsson) er fjörutíu og sex ára gamall á þessum degi, hann hefur gefið út tvær sólóplötur en er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa samið lagið Þú komst við hjartað í mér sem bæði hljómsveitin Hjaltalín og söngvarinn Páll Óskar hafa gert sígilt.

Ragnar Sólberg (Rafnsson) eða Zolberg er þrjátíu og níu ára gamall í dag, hann hefur sungið og leikið á hin ýmsustu hljóðfæri í mörgum hljómsveitum en hann var aðeins ellefu ára gamall þegar hann gaf út sína fyrstu sólóplötu (af þremur). Meðal hljómsveita sem Ragnar hefur starfað með má nefna Rennireið, Endalaust líf, Noise og Dimmu en hann hefur búið erlendis undanfarin ár.