Afmælisbörn 15. janúar 2026

Steingrímur Erlingsson

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi:

Erlingur Vigfússon óperusöngvari frá Hellissandi hefði átt afmæli í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1936. Eftir söngnám í Reykjavík fór Erlingur til framhaldsnáms á Ítalíu og síðar Þýskalands þar sem hann starfaði síðan við Kölnaróperuna frá 1969 til 1998 þegar hann kom heim. Ekki er að finna margar plötur með söng hans en hann má þó heyra á nokkrum safnplötum með íslenskum einsöngvurum auk þess sem hann söng einsöng með Karlakórnum Fóstbræðrum á nokkrum plötum í kringum 1960. Erlingur lést 2005.

Píanóleikarinn Tage Möller hefði einnig átt afmæli á þessum degi. Tage sem var fæddur árið 1898, kom oft fram sem undirleikari einsöngvara og við revíusýningar og lék um tíma með hljómsveitum Óskars Cortes, Péturs Bernburg, Guðjón Matthíassonar, Guðmundar Finnbjörnssonar o.fl. Hann starfrækti sjálfur Nýja bandið svokallaða og hljómsveitir tvívegis í eigin nafni, í annarri þeirra má heyra á safnplötunni Revíuvísur. Tage lést árið 1987.

Og að síðustu er hér nefndur bassaleikarinn Steingrímur (Bjarni) Erlingsson en hann lést árið 2023. Steingrímur, sem var fæddur á þessum degi árið 1970 lék m.a. með hljómsveitum eins og Foringjunum og Sex púkum en fyrrnefnda sveitin sló í gegn sumarið 1987 með lagið Komdu í partý.