Chorus [2] (2004)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Chorus sem starfaði vorið 2004, að öllum líkindum í Borgarnesi eða nágrenni en sveitin lék þá á tónleikum sem haldnir voru í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Upplýsingar vantar um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar, auk starfstíma hennar.

Chorus [1] (1984)

Hljómsveitin Chorus var starfandi í Álftamýrarskóla um miðjan níunda áratug síðustu aldar en innan hennar voru ungir meðlimir sem síðar urðu þekktir tónlistarmenn. Saga sveitarinnar hlaut snöggan endi. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Daníel Ágúst Haraldsson söngvari, Bergur Bernburg hljómborðsleikari, Hermann Jónsson bassaleikari, Ingólfur Sigurðsson trommuleikari og Kolbeinn Einarsson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hvenær Chorus var…

Clírótes (1976)

Hljómsveitin Clírótes frá Þorlákshöfn starfaði árið 1976 að minnsta kosti og lék þá um sumarið á nokkrum dansleikjum með hljómsveitinni Haukum, sveitin gæti þá hafa verið starfandi í einhvern tíma á undan. Meðlimir Clírótes voru Hjörleifur Brynjólfsson bassasleikari, Heimir Davíðsson [?] og Ómar Berg Ásbergsson gítarleikari og söngvari, samkvæmt myndinni sem fylgir þessari umfjöllun var…

Clitoris (1981)

Hljómsveitin Clitoris var starfrækt í nokkra mánuði í Réttarholtsskóla árið 1981 og spilaði pönk. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Ingi Björnsson trommuleikari, Ólafur Steinarsson bassaleikari, Einar Gunnar Sigurðsson söngvari, Einar Stefánsson gítarleikari og Oddgeir Ólafsson gítarleikari. Einnig kom þriðji gítarleikarinn við sögu sveitarinnar en nafn hans vantar, hann lék með sveitinni á stórtónleikum í Laugardalshöllinni…

Claustrophobia under my foreskin (1992-94)

Claustrophobia under my foreskin (Claustrofobia under my 4 skin) var ein af fjölmörgum rokksveitum sem urðu til upp úr dauðarokksenunni um 1990 þótt sveitin teldist líklega ekki til slíkra. Hér er giskað á að sveitin hafi starfað 1992-94. Upplýsingar um meðlimi sveitarinnar eru af skornum skammti en Fróði Finnsson [gítarleikari?] var þó einn þeirra, einnig…

Classic Nouveau (1988)

Classic Nouveau var all sérstök sveit en hún var strengjasveit með söngkonu, sem spilaði djasstónlist. Sveitin var stofnuð í upphafi árs 1988 og kom fram í fáein skipti en virðist síðan hafa dáið drottni sínu. Meðlimir hennar voru Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari, Bergljót Haraldsdóttir fiðluleikari, Ásdís Runólfsdóttir lágfiðluleikari og Bryndís Björgvinsdóttir sellóleikari, söngkonan var Elsa…

City sextett (1959-60)

City sextettinn (einnig City kvintettinn – fór eftir stærð hverju sinni) starfaði veturinn 1959-60 og var þá nokkuð áberandi á dansstöðum borgarinnar, lék töluvert í Þórscafé og Iðnó en einnig uppi á Keflavíkurflugvelli. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kjartan Norðfjörð víbrafónleikari, Björn Gunnarsson trommuleikari, Rögnvaldur Árelíusson saxófónleikari, Garðar Karlsson gítar- og bassaleikari og Sigurður Þórarinsson píanóleikari.…

Chromdalsbræður (1981)

Chromdalsbræður (Krómdalsbræður) mun hafa verið tíu manna sönghópur unglinga á Akureyri starfandi árið 1981 eða jafnvel 82. Þessi hópur kom fram opinberlega í fáein skipti og var undanfari hljómsveita eins og Skriðjökla og ½ sjö (Hálfsjö). Glatkistan hefur ekki upplýsingar um alla meðlimi Chromdalsbræðra en meðal þeirra gætu Kolbeinn Gíslason, Ómar Pétursson, Jón Haukur Brynjólfsson,…

Afmælisbörn 16. september 2020

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Sjálfur orkuboltinn Ómar Ragnarsson á stórafmæli en hann er áttræður í dag. Fáir hafa komið jafn víða við í lífinu og Ómar en hann hefur fengist við fréttamennsku, þáttagerð, rallakstur, flugmennsku, skemmtanahald og tónlist auk þess að vera einn þekktasti náttúruverndarsinni okkar Íslendinga. Ómar hefur sungið…

Afmælisbörn 14. september 2020

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og fimm ára afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…

Afmælisbörn 13. september 2020

Þrjú afmælisbörn koma við sögu íslenskrar tónlistar í dag á lista Glatkistunnar: Andrea Gylfadóttir söngkona er fimmtíu og átta ára. Andrea hafði lagt stund á söng og sellóleik þegar hún gekk til liðs við hljómsveitina Grafík og tók þar við af Helga Björnssyni. Þar sló hún í gegn og í kjölfarið styrkti hún stöðu sína…

Afmælisbörn 12. september 2020

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorbjörn (Tobbi) Sigurðsson hljómborðs-, gítarleikari og söngvari er fjörutíu og eins árs gamall á þessum dagi. Fáir hafa spilað með jafn mörgum hljómsveitum og Þorbjörn en meðal þeirra sem hafa notið þjónustu hans eru Byltan, Írafár, Tristian, Dr. Spock, Ensími, Jeff who?, Motion boys og Mugison…

Afmælisbörn 11. september 2020

Glatkistan hefur að geyma tvö tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi. Snorri Barón Jónsson er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Snorri Barón hefur leikið á gítar í nokkrum sveitum og má til dæmis nefna Moonboots, Hetjur og Trúboðana en hann var jafnframt einn þeirra sem kom að útgáfu tímaritsins Undirtóna á sínum tím.…

Afmælisbörn 10. september 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú á þessum degi: Gerður (Guðmundsdóttir) Bjarklind er sjötíu og átta ára gömul í dag. Gerður kom til starfa hjá Ríkisútvarpinu haustið 1961, starfaði fyrst á auglýsingadeildinni eða til ársins 1974 en einnig sem útvarpsþulur og dagskrárgerðarkona, hún stýrði til að mynda þáttunum Lögum unga fólksins og Óskastundinni, en hún kom einnig…

Ebenezer Quart í lifandi streymi frá Cadillac klúbbnum

Fimmtudagskvöldið 10. september, annað kvöld, stendur Cadillac klúbburinn fyrir lifandi streymi eins og undanfarin fimmtudagskvöld. Að þessu sinni er það hljómsveitin Ebenezer Quart sem stígur á svið en tónleikarnir hefjast klukkuna 20:30 og hægt verður að streyma þeim í gegnum Facebook-síðu Cadillac klúbbsins. Ebenezer Quart er blúshljómsveit í víðum skilningi þess orðs. Það eru ekki…

Chaplin (1978-83)

Hljómsveitin Chaplin starfaði um nokkurra ára skeið í Borgarnesi í kringum 1980, réttara væri þó að segja nokkurra sumra skeið því hún starfaði mestmegnis yfir sumartímann enda voru einhverjir meðlimir hennar við nám og störf utan þjónustusvæðis á veturna ef svo mætti komast að orði. Chaplin var stofnuð sumarið 1978 og voru meðlimir hennar þá…

Chaplin – Efni á plötum

Chaplin – Teygjutwist / 12612 [ep] Útgefandi: Chaplin Útgáfunúmer: Chaplin 001 Ár: 1981 1. Teygjutvist 2. 12612 Flytjendur: Kári Waage – söngur Magnús Baldursson – saxófónn Gunnar Ringsted – gítar Halldór Hauksson – trommur Ævar Rafnsson – bassi Kristján Edelstein – gítar og píanó

Chernobyl (1998-2015)

Hljómsveitin Chernobyl starfaði um nokkurra ára skeið innan mótorhjólasamfélagins og lék þá oftsinnis á samkomum tengdum klúbbamenningu þess hóps. Segja má að tíðar mannabreytingar hafi einkennt sögu Chernobyl. Sveitin var stofnuð í byrjun árs 1998 af frændunum Jóni Ólafi Ingimundarsyni trommuleikara og Jóni Magnúsi Sigurðarsyni bassaleikara en þeir höfðu þá verið saman í hljómsveit áður.…

Cheesefarmers (1989-90)

Hljómsveitin Cheesefarmers frá Selfossi starfaði veturinn 1989-90 en var ekki langlíf sveit. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið Jón Aðalsteinn Bergveinsson [?], Pétur Hrafn Valdimarsson [?], Eiríkur Guðmundsson [?] og Hreinn Óskarsson [?], ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar en meðlimir hennar ku m.a. hafa leikið á gyðingahörpu, kontrabassa o.fl.

Ceró kvartett (1958-61)

Ceró (Cero) kvartettinn starfaði í fáein ár í kringum 1960 og lék þá á dansleikjum í Hafnarfirði og Reykjavík, einnig lítillega utan höfuðborgarsvæðisins m.a. á Kaupakonudansleik í Hlégarði í Kjós. Sveitin starfaði a.m.k. á árunum 1958 til 61 sem kvartett en undir það síðasta var um tríó að ræða. Ekkert liggur fyrir um hverjir skipuðu…

Celsius – Efni á plötum

Celsius – Celsius Útgefandi: Celsius Útgáfunúmer: CCD01 Ár: 2013 1. Constant pain 2. Shine on me 3. Days pass me by 4. Makes me feel 5. Queen of my life 6. Poker 7. Riding white horses 8. Gonna do me good 9. Love 10. Heaven on earth 11. Tomorrow 12. Constant pain [endurhljóðblöndun] 13. Shine…

Ceilidh band Seyðisfjarðar (1998-2006)

Ceilidh band Seyðisfjarðar starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót en sveitin lék einkum keltnesk og norræn þjóðlög, eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna starfaði hún á Seyðisfirði. Það var Ethelwyn „Muff“ Worden sem hafði frumkvæði að stofnun sveitarinnar og var eins konar hljómsveitarstjóri en hún var tónlistarkennari og mikill hamhleypa í…

Cazbol (1991-93)

Pönksveitin Cazbol mun hafa verið starfandi í úthverfum höfuðborgarinnar en sveitin kom fram á nokkrum tónleikum sumarið 1993. Um haustið átti sveitin sex lög á safnkassettu sem kom út á vegum Gallery Krunk haustið 1991 svo sveitin hefur augljóslega starfandi þá. Takmarkaðar upplýsingar er að finna um meðlimi Cazbol en á hulstri safnkassettunnar eru þeir…

The Cats (1993)

The Cats er ýmist sögð vera hljómsveit eða dúett, sem starfaði árið 1993 og kom þá iðulega fram á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Óskað er eftir upplýsingum um Kettina.

Choice (1981-82)

Hljómsveitin Choice var stofnuð 1981 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Þröstur Víðir Þórisson gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari, Svanur Elíson söngvari og Svanþór Ævarsson bassaleikari. Sveitin hafði aldrei leikið opinberlega hér heima þegar henni bauðst að spila í Svíþjóð sem og þeir þáðu og störfuðu þeir þar um tíma, reyndar varð…

Chemical dependency (1999)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit starfandi 1999, sem bar nafnið Chemical dependency og keppti þá í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík. Safnplata með lögum úr keppninni var gefin út og átti sveitin þar eitt laganna.

Check mate (1967)

Hljómsveitin Check mate (Checkmate) var skipuð ungum tónlistarmönnum og var starfandi árið 1967 að minnsta kosti. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Jónsson söngvari, Benedikt H. Benediktsson trommuleikari, Kristinn Magnússon gítarleikari, Skúli J. Björnsson gítarleikari og Guðjón Sigurðsson gítarleikari. Vilhjálmur Guðjónsson mun einnig hafa komið við sögu þessarar sveitar en aðrar upplýsingar finnast ekki um hana.

Chalumeaux tríóið – Efni á plötum

Kjartan Ólafsson – Music from Calmus Útgefandi: Erkitónlist Útgáfunúmer: ETCD 005 Ár: 1998 1. Mónetta fyrir fiðlu og píanó 2. Þríþraut fyrir klarinettutríó 3. Útstrok fyrir sinfóníuhljómsveit 4. Nonetta fyrir kammersveit 5. Calculus fyrir einleiksflautu Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir – fiðla Snorri Sigfús Birgisson – píanó Chalumeaux tríóið; – Kjartan Óskarsson – klarinett – Óskar Ingólfsson…

Chalumeaux tríóið (1989-)

Chalumeaux tríóið hefur verið starfandi í áratugi en það er skipað þremur klarinettuleikurum sem leika á fjölda gerða hljóðfærisins. Chalumeaux tríóið var stofnað árið 1989 og voru meðlimir þess lengst af þeir Óskar Ingólfsson, Sigurður Ingvi Snorrason og Kjartan Óskarsson, tríóið hefur jafnan komið fram með aukahljóðfæraleikurum og söngvurum og meðal söngvara má nefna Margréti…

Choke (2000)

Choke var hljómsveit í þyngri kantinum, líklega frá Akureyri og mun hún hafa verið skammlíf, starfandi árið 2000. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit varðandi meðlima- og hljóðfæraskipan.

Afmælisbörn 9. september 2020

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Eyþór Gunnarsson hljómborðs- og ásláttarleikari er fimmtíu og níu ára gamall. Eyþór byrjaði feril sinn með Ljósunum í bænum, Tívolí og Mezzoforte en hefur síðan leikið með ýmsum þekktum og óþekktum böndum, þar á meðal eru Stuðmenn, KK band, Mannakorn og Ófétin en Eyþór hefur einnig…

Afmælisbörn 8. september 2020

Sex afmælisbörn eru í Glatkistu dagsins: Fyrstan skal telja Gunnlaug Briem sem á fimmtíu og átta ára afmæli, hann var lengi þekktastur fyrir trommuframlag sitt í hljómsveitinni Mezzoforte en hann hefur einnig verið í sveitum eins og Ljósunum í bænum, Park project, Dúndrinu, Model, Ófétunum og Mannakornum. Gunnlaugur hefur auk þess gefið út nokkrar sólóplötur…

Andlát – Axel Einarsson (1947-2020)

Tónlistarmaðurinn Axel Einarsson er látinn, rétt tæplega sjötíu og þriggja ára gamall. Axel Pétur Juel Einarsson (f. 1947) starfaði með fjölda hljómsveita á ferli sínum, fyrst sem bassaleikari en síðan sem gítarleikari og söngvari. Meðal sveita hans sem sumar urður all þekktar má nefna Bakkabræður, Þotur, Rjóma, Sóló 66, Sálina, J.J. Quintet, Personu, Landshornarokkara, Kaskó,…

Andlát – Adda Örnólfs (1935-2020)

Söngkonan Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir (Adda Örnólfs) er látin, á áttugasta og sjötta aldursári. Adda sem var ein af fyrstu söngkonum íslenskrar dægurlagatónlistar fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 1935 en flutti ung til Reykjavíkur þar sem hún vakti athygli fyrir sönghæfileika sína, hún kom fyrst fram á tónleikum með KK-sextettnum sumarið 1953 ásamt Elly Vilhjálms og…

Andlát – Hallfríður Ólafsdóttir (1964-2020)

Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari er látin eftir nokkur veikindi en hún var aðeins fimmtíu og sex ára gömul. Hallfríður var fædd og uppalin í Kópavogi, nam flautuleik hér heima og síðan í Bretlandi og Frakklandi. Þegar hún kom heim að loknu námi hóf hún störf með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem hún starfaði í tvo áratugi og…

Afmælisbörn 7. september 2020

Að þessu sinni eru afmælisbörnin sex talsins: Heiðar Örn Kristjánsson er fjörutíu og sex ára. Eins og flestir muna er hann einn af Pollapönks genginu sem fór í Eurovision keppnina 2014 en hann var líka í Botnleðju sem sigraði Músíktilraunir 1995, gáfu út plötur og herjuðu á Bretlandaseyjar um tíma undir nafninu Silt, hann var…

Afmælisbörn 6. september 2020

Eitt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Sverrir Ólafsson (Sverrir Stormsker) er fimmtíu og sjö ára gamall. Sverrir hefur í gegnum tíðina gefið út um tuttugu plötur og ljóðabækur en frægðarsól hans reis hvað hæst fyrir 1990, þá átti hann hvern stórsmellinn á fætur öðrum s.s. Horfðu á björtu hliðarnar, Þórður, Við erum við,…

Afmælisbörn 5. september 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Tónlistar- og myndlistamaðurinn Júlíus Meyvant (Unnar Gísli Sigurmundsson) frá Vestmannaeyjum er þrjátíu og átta ára gamall á þessum degi. Síðan hann sendi frá sér lagið Color decay árið 2014 hefur hann gefið út nokkur lög á breið- og smáskífum sem notið hafa vinsælda en hann starfaði einnig áður með…

Afmælisbörn 4. september 2020

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og fimm ára á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…

Lame dudes í lifandi streymi frá Cadillac-klúbbnum

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 3. september verða tónleikar í Cadillc klúbbnum og að þessu sinni er það hljómsveitin Lame Dudes sem lætur til sín taka. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og verður þeim streymt beint frá Facebook-síðu Cadillac klúbbsins. Lame Dudes hafa spilað blúskennda tónlist frá 2007 á flestum öldurhúsum höfuðborgarinnar. Hljómsveitin gaf út blúsplötuna “Hversdagsbláminn”, að…

Afmælisbörn 3. september 2020

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru fjögur talsins á þessu degi: Bergur Thomas Anderson bassaleikari er þrjátíu og tveggja ára gamall í dag. Bergur Thomas birtist fyrst í Músíktilraunum um miðjan síðasta áratug með hljómsveitum eins og Mors og Sudden failure 3550 error error en fyrsta þekkta sveit hans var Big kahuna, í kjölfarið kom Sudden weather…

Carpini (1982)

Hljómsveitin Carpini var ein fjölmargra sveita sem tóku þátt í að setja heimsmet í samfelldu tónleikahaldi haustið 1982 en viðburðurinn var haldinn í Tónabæ á vegum SATT. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit og því óskar Glatkistan eftir þeim.

Caroll sextett (1961-63)

Hljómsveitin Caroll / Carol (ýmist nefnd kvintett eða sextett eftir stærð sveitarinnar hverju sinni) starfaði á árunum 1961 til 63 og lék þá bæði á dansleikjum austan fjalls og á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð á Selfossi líklega sumarið 1961 upp úr Tónabræðrum og virðist hafa verið nokkuð föst liðsskipan á henni en ýmsir söngvarar komu…

Carpet (1992-99)

Hljómsveitin Carpet úr Mosfellsbæ starfaði á tíunda áratug síðustu aldar, skipuð ungum og efnilegum tónlistarmönnum og reyndi að ná eyrum alþjóðamarkaðarins, sveitin ól af sér nokkra tónlistarmenn sem síðar urðu þekktir. Saga sveitarinn nær allt til ársins 1992 þótt ekki fengi hún endanlegt nafn sitt strax, í fyrstu gekk hún líklega undir nafninu Belle og…

Caron (1975)

Hljómsveitin Caron frá Keflavík starfaði í nokkra mánuði árið 1975 og var nokkuð áberandi á sveitaballamarkaðnum þá um sumarið, var t.d. meðal sveita sem léku við Svartsengi um verslunarmannahelgina. Meðlimir Carons voru Þorsteinn Benediktsson bassaleikari, Sveinn Björgvinsson trommuleikari, Hannes Baldursson gítarleikari og Guðbrandur Einarsson hljómborðsleikari, ekki liggur fyrir hver þeirra söng.

Carnival breiðbandið (1998)

Óskað er eftir upplýsingum um litla lúðrasveit sem gekk undir nafninu Carnival breiðbandið, Carnival big band eða jafnvel Karnivalbandið. Sveitin starfaði á Norðurlandi, að öllum líkindum á Dalvík árið 1998 – hugsanlega lengur.

Carnival-bandið (1986-87 / 1998)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði innan Hornaflokks Kópavogs (Skólahljómsveitar Kópavogs) og gekk undir ýmum nöfnum s.s. Carnival-bandið, Carnivala / Karnivala eða Carnival-band Kópavogs. Sveitin starfði a.m.k. árin 1986 og 87, sem og 1998 en annað liggur ekki fyrir um tilurð þessarar sveitar, hversu stór hún var, hver stjórnaði henni og hversu lengi…

Case (2001-02)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um rokksveit sem bar nafnið Case og starfaði laust eftir aldamótin, 2001 og 02 að minnsta kosti. Sveitin kom m.a. fram á tónleikum í Þorlákshöfn og gæti því allt eins hafa verið þaðan.

Casanova (1977)

Lítið liggur fyrir um keflvísku hljómsveitina Casanova en hún starfaði árið 1977 að minnsta kosti og lék þá eitthvað á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins. Sigurður Helgi Jóhannsson (Siggi Helgi) var söngvari sveitarinnar og líklega lék Ríkharður Mar Jósafatsson á bassa og Guðmundur Hreinsson á gítar en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi hennar, og er því hér…

Casablanca [2] (1983-88)

Akureyska hljómsveitin Casablanca var starfrækt meiri hluta níunda áratugarins og var um tíma húshljómsveit á Hótel KEA. Meðlimir sveitarinnar voru framan af Rafn Sveinsson trymbill, Gunnar Tryggvason hljómborðsleikari, Grétar Ingvarsson gítarleikari og Ingvar Grétarsson bassaleikari. Þeir Grétar og Rafn voru líklega þeir einu sem störfuðu alla tíð með sveitinni en aðrir sem komu við sögu…