Gibson (1963)

Hljómsveit starfaði á Siglufirði árið 1963 undir nafninu Gibson (einnig nefnd Gipson). Ekki finnast margar heimildir um þessa sveit s.s. hversu lengi hún starfaði en meðlimir hennar voru Jósep Blöndal [?], Tómas Hertervig [?], Baldvin Júlíusson söngvari og trommuleikari og Magnús Guðbrandsson gítarleikari, fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar.

Geysiskvartettinn – Efni á plötum

Geysiskvartettinn – Geysiskvartettinn Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T-20 / T-309 Ár: 1978 / 1979 1. Kátir söngvasveinar 2. Santa Lúsía 3. Anna Lár 4. Kveðja 5. Jón granni 6. Blíða vor 7. Blátt lítið blóm eitt er 8. Bjórkjallarinn 9.Nú hylst mér brekkan 10. Slúðursaga 11. Ég man það enn 12. Sævar að sölum 13. Swing…

Geysiskvartettinn (1968-90)

Geysiskvartettinn á Akureyri naut nokkurra vinælda á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, hann var nokkurs konar afsprengi Karlakórsins Geysis og sendi frá sér plötu sem síðar var endurútgefin og aukin að efni. Kvartettinn mun hafa verið stofnaður fyrr hálfgerða tilviljun en það var árið 1968 er Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti var að vinna að…

GIM tríóið (1967-68)

Óskað er eftir upplýsingum um GIM tríóið svokallaða en það var starfrækt á Fáskrúðsfirði 1967 og 68 að minnsta kosti og kom þá m.a. fram á héraðsmótum eystra. Líklega var um að ræða þjóðlagatríó.

Glaðir gæjar (1967)

Glaðir gæjar var skammlíf hljómsveit starfandi í Reykholti í Borgarfirði árið 1967 en uppistaðan í þessari sveit voru kennarar við héraðsskólann á staðnum og flestir þeirra kunnir af öðru en hljómsveitastússi. Þetta voru þeir Jónas Árnason söngvari (síðar kunnur sem þingmaður og söngleikja- og textaskáld), Kjartan Sigurjónsson harmonikkuleikari (síðar organisti á Ísafirði og víðar) og…

Gísli Jónsson (1871-1938)

Gísli Jónsson verslunarmaður var ekki tónlistarmaður en hann hafði frumkvæði að því að stofna þrjár lúðrasveitir á landsbyggðinni. Gísli fæddist í Reykjavík á nýársdag 1871, ekki eru neinar heimildir um að hann hafi numið tónlist en hann var góður söngmaður og finnast heimildir um að hann hafi m.a. sungið dúett við jarðarför. Hann starfaði við…

Gíslarnir (1987-88)

Þegar Guðjón G. Guðmundsson sendi frá sér sólóplötuna Gaui haustið 1987 kom hann fram á nokkrum tónleikum til að kynna afurð sína, og naut hann þá liðsinnis hljómsveitar sem bar heitið Gíslarnir. Ekki finnast heimildir yfir meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar en ýjað er að því í blöðum og tímaritum þess tíma að um sé að…

Glampar [3] (1996)

Hljómsveitin Glampar starfaði á Akureyri í tengslum við leiksýningu sem nemendafélag Verkmenntaskólans á Akureyri setti á svið vorið 1996. Meðlimir sveitarinnar voru Guðbjörn Dan Gunnarsson gítarleikari [?], Aðalsteinn Jóhannsson bassaleikari [?], Stefán Þórsson [?] og Guðmundur Rúnar Brynjarsson trommuleikari [?]. Gunnhildur Júlíusdóttir, Rúnar Þór Snorrason og Hildigunnur Árnadóttir sungu með sveitinni í leiksýningunni en voru…

Afmælisbörn 4. mars 2020

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn skrásett hjá Glatkistunni. Það er annars vegar gítarleikarinn og rithöfundurinn Friðrik Erlingsson en hann er fimmtíu og átta ára gamall á þessum degi. Friðrik sem kunnur sem handritshöfundur og rithöfundur í dag var í fjölda misþekktra hljómsveita hér áður fyrr og eru hér nefndar sveitir eins og Sykurmolarnir, Purrkur…

Afmælisbörn 3. mars 2020

Þrír tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er fimmtíu og átta ára en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar kennt við Söngskóla…

Afmælisbörn 2. mars 2020

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Fyrst skal nefna Jón Bjarna Pétursson gítarleikara hljómsveitarinnar Diktu en hann kemur m.a. við sögu í hinu þekkta lagi Thank you, sem ómaði um allt land 2009 og 10. Jón Bjarni er þrjátíu og átta ára gamall í dag. Einnig á bassaleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín, Guðmundur…

Afmælisbörn 1. mars 2020

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður er sjötíu og sex ára gamall í dag. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu…

Afmælisbörn 29. febrúar 2020

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum hlaupársdegi: Arnar Freyr Frostason rappari (Úlfur úlfur) er þrjátíu og tveggja ára gamall á þessu sjaldséða degi dagatalsins. Hann hefur verið töluvert áberandi í rappsenunni síðastliðin ár og þekktastur fyrir framlag sitt með rappsveitinni Úlfi úlfi en hann var einnig meðal meðlima hljómsveitarinnar Bróður Svartúlfs sem…

Afmælisbörn 28. febrúar 2020

Afmælisbörnin eru þrjú á þessum degi: Fyrsta skal nefna Maríu Baldursdóttur söngkonu, hárgreiðslumeistara og fyrrum fegurðardrottningu Íslands en hún er sjötíu og þriggja ára gömul í dag. María (sem er ekkja Rúnars Júlíussonar) hóf söngferil sinn með í Keflavík með Skuggum en söng síðar með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Bluebirds, Heiðursmönnum, Geimsteini, Áhöfninni á Halastjörnunni og…

Afmælisbörn 27. febrúar 2020

Glatkistan hefur í dag að geyma tvö Vestmanneyjatengd afmælisbörn: Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari frá Vestmannaeyjum er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Helgi starfaði með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum hér fyrrum og síðar einnig uppi á landi en meðal þeirra má nefna Bobba, Loga, Hljómsveit Gissurar Geirs, Skugga og Víkingasveitina. Þá hefur hann…

Andlát – Ragnar Bjarnason (1934-2020)

Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason (Raggi Bjarna) er látinn, á áttugasta og sjötta aldursári. Nafn Ragnars telst vera eitt af þeim stærstu í íslenskri tónlistarsögu, hann sendi frá sér á fjórða tug smáskífna og fimmtán breiðskífur á ferli sínum og nutu mörg laga hans mikilla vinsælda og hafa orðið sígild. Meðal þeirra má nefna lög eins og…

Gestur Þorgrímsson (1920-2003)

Gestur Þorgrímsson var fjölhæfur listamaður og kom víða við í sköpun sinni, meðal viðfangsefna hans var tónlist og liggur ein útgefin tveggja laga plata með söng hans. Gestur fæddist í Laugarnesinu í Reykjavík árið 1920 og var reyndar oft kenndur við Laugarnesið. Hann nam höggmyndalist, fyrst við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík en síðar við…

Gestur Þorgrímsson – Efni á plötum

Gestur Þorgrímsson – Á Lækjartorgi / Rómeó og Júlía [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: Tónika P 109 Ár: 1954 1. Á Lækjartorgi 2. Rómeó og Júlía Flytjendur: Gestur Þorgrímsson – söngur Hljómsveit Magnúsar Péturssonar: – Magnús Pétursson – píanó – Björn R. Einarsson – harmonikka – Jón Sigurðsson – kontrabassi  – Gunnar Egilson –…

Gersemi tut (1990)

Gersemi tut var eins konar gjörningasveit eða fjöllistahópur sem starfaði innan Ólundar en það var félagsskapur ungs listafólks á Akureyri. Sveitin sem mun hafa verið tríó, kom fram á nokkrum uppákomum tengdum Ólund á fyrri hluta árs 1990, og voru meðlimir þess Helga Kvam og tveir aðrir sem síðar komu við sögu hljómsveitarinnar Vindva mei,…

Gerður Benediktsdóttir – Efni á plötum

Soffía og Anna Sigga / Gerður Benediktsdóttir – Órabelgur / Æ, ó, aumingja ég [ep] Útgefandi: Stjörnuhljómplötur Útgáfunúmer: STPL 1 Ár: 1959 1. Órabelgur 2. Æ, ó aumingja ég Flytjendur: Soffía Árnadóttir – söngur Sigríður Anna Þorgrímsdóttir – söngur Gerður Benediktsdóttir – söngur Tríó Árna Ísleifs; – Árni Ísleifsson – píanó – Karl Lilliendahl –…

Gerður Benediktsdóttir (1945-2021)

Gerður Benediktsdóttir telst meðal allra fyrstu barnastjarna hérlendis en flestir muna ennþá eftir stórsmellinum Æ, ó, aumingja ég, sem hún sendi frá sér þrettán ára gömul. Gerður Jóna Benediktsdóttir fæddist 1945 í Reykjavík og ólst upp að miklu leyti í Höfðaborginni. Hún var meðal sautján ungra og efnilegra dægurlagasöngvara sem valdir voru úr ríflega sextíu…

Genus (1988)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Genus sem starfaði árið 1988 en önnur sveit, Vímulaus æska var stofnuð upp úr henni og Létt og laggott sem einnig var starfandi um svipað leyti.

Gestur Guðmundsson [1] – Efni á plötum

Gestur Guðmundsson – Liðnar stundir: Gestur Guðmundsson tenór, upptökur frá 1963-2002 Útgefandi: Friðrik Friðriksson Dalbæ Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2002 1. Stökur 2. Í rökkurró 3. Wonne der Wehmut 4. Ich liebe dich 5. Heimliche Aufforderung 6. Morgen 7. Cäcilie 8. Ständchen 9. Ricondita armoria úr Tosca 10. Ah si, ben mio 11. Celeste Aida…

Gestur Guðmundsson [1] (1931-2021)

Svarfdælingurinn Gestur Guðmundsson hafði alla möguleika á að skapa sér nafn sem söngvari á sínum tíma en ákvað þess í stað að helga sig öðru, eftir hann liggur ein plata. Gestur fæddist 1931 og bjó uppvaxtarár sín í Svarfaðardal, fyrst í Gullbringu og síðan Karlsá, hann kom úr stórum systkinahópi en alls voru systkinin þrettán…

Gestur Guðmundsson [2] (1951-2025)

Gestur Guðmundsson félagsfræðiprófessor var einna fyrstur Íslendinga til að fjalla fræðilega um íslenska rokk- og dægurmenningu en hann sendi frá sér Rokksögu Íslands sem hefur síðan verið lykilrit um sögu rokksins til ársins 1990. Gestur var fæddur 1951, hann lauk BA prófi í félagsfræði við HÍ (1976) og síðan mastersprófi við Kaupmannahafnarháskóla (1981) og doktors-prófi…

Gettó (1983)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um skammlífa hljómsveit sem starfaði í febrúar 1983 og lék þá á einum tónleikum. Þeir sem hafa upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar mega gjarnan senda þær til Glatkistunnar með fyrirfram þökk.

GH sextett (1960)

GH sextett starfaði í Vestmannaeyjum og var líkast til djassskotin hljómsveit. Sveitin var stofnuð haustið 1960, ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði en líklega voru það nokkrir mánuðir uns sveitin gekk í gegnum mannabreytingar og gekk eftir það undir nafninu Rondó sextettinn. Meðlimir GH sextetts voru Aðalsteinn Brynjúlfsson bassaleikari, Jón Stefánsson söngvari, Huginn Sveinbjörnsson…

GH kvartett (1961-63)

GH kvartett var skólahljómsveit sem starfaði í Gagnfræðaskóla Húsavíkur fyrir margt löngu en skammstöfunin GH stendur einmitt fyrir nafn skólans. GH kvartettinn mun hafa starfað á árunum 1961 til 63 en aðeins liggja fyrir upplýsingar um tvo meðlimi sveitarinnar, það voru þeir Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari og Steingrímur Hallgrímsson sem gæti hafa verið söngvari hennar. Upplýsingar…

Ghost (1986-88)

Hljómsveit var starfandi innan grunnskólans á Þingeyri í lok níunda áratugar síðustu aldar og bar hún nafnið Ghost. Sveitin var stofnuð 1986 og starfaði að minnsta kosti til ársins 1988 en ekki liggur þó fyrir hversu lengi. Meðlimir Ghost voru Elías Þ. Jóhannsson trommuleikari, Sigurður Magnússon hljómborðsleikari, Sigmar Sigþórsson gítarleikari og Jón Sigurðsson söngvari og…

Afmælisbörn 26. febrúar 2020

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Það er fiðluleikarinn Björn Ólafsson sem átti þennan afmælisdag en hann lést árið 1984. Björn (f. 1917) er talinn meðal frumkvöðla í íslensku tónlistarlífi að mörgu leyti, hann hafði numið hér heima af Þórarni Guðmundssyni en fór síðan til Austurríkis í framhaldsnám og var alltaf ætlunin…

Afmælisbörn 25. febrúar 2020

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorsteinn Eggertsson textaskáld, teiknari og tónlistarmaður er sjötíu og átta ára gamall en þekktastur er hann fyrir textagerð sína, einkum frá áttunda áratug síðustu aldar. Hann samdi ógrynni dægurlagatexta sem flestir þekkja enn í dag en þar má nefna Slappaðu af, Ég elska alla og Er…

Afmælisbörn 24. febrúar 2020

Fjögur afmælisbörn eru skráð á þessum degi: Engilbert Jensen söngvari og trommuleikari er sjötíu og níu ára en hann eru auðvitað þekktastur sem söngvari Hljóma, Trúbrota og Ðe lónlí blú bojs. Lög á borð við Bláu augun þín, Heim í Búðardal, Leyndarmál og Hamingjan eru öllum kunn. Hann var einnig í öðrum sveitum sem gerðu…

Afmælisbörn 23. febrúar 2020

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Baldvin Kristinn Baldvinsson baritónsöngvari og bóndi er sjötugur í dag. Hann er annar Rangárbræðra (frá Rangá í Köldukinn) en þeir gáfu út plötu árið 1986, en einnig hefur Baldvin sungið einsöng með karlakórnum Hreimi á plötum sem kórinn hefur gefið út. Eftir Baldvin liggja tvær sólóplötur þar sem…

Afmælisbörn 22. febrúar 2020

Fjölmörg afmælisbörn eru skráð á þessum degi hjá Glatkistunni: Davíð Þór Hlinason gítarleikari er fimmtur í dag og á því stórafmæli en hann hefur birst í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá því að hann var í Sérsveitinni árið 1989. Aðrar sveitir sem Davíð hefur verið í eru t.d. Dos Pilas, Buttercup og nú síðast Nykur…

Afmælisbörn 21. febrúar 2020

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Arnþór Kristján Jóhannes Jónsson (Addi rokk f. 1933) hefði átt afmæli í dag en hann lést 2019. Þessi skrautlegi tónlistarmaður og áhugaleikari kom víða við á ferli sínum, hann var Elvis eftirherma og starfrækti Tónatríóið og Tónabræður í mörg ár auk þess að vera í sveitum…

Afmælisbörn 20. febrúar 2020

Afmælisbörn dagsins eru sex talsins á þessum degi: Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona er sjötíu og eins árs gömul í dag. Hún nam söng við Tónlistarkóla Kópavogs og síðar í Þýskalandi, Ítalíu og Austurríki og þegar hún kom heim að námi loknu hóf hún að kenna söng auk þess að syngja, bæði opinberlega og á plötum.…

Geiri Sæm (1964-2019)

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Sæmundsson eða Geiri Sæm var fjölhæfur í sköpun tónlistar sinnar en hann starfaði með nokkrum hljómsveitum og átti einnig farsælan sólóferil þar sem hann sendi frá sér nokkrar plötur og vinsæl lög, tilraunir hans við að koma tónlist sinni á framfæri erlendis gengu ekki upp þrátt fyrir nokkra vinnu. Geiri Sæm (Ásgeir Magnús…

Geiri Sæm – Efni á plötum

Geiri Sæm – Fíllinn Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 034 / SMC 034 Ár: 1987 1. Hasarinn 2. Á þig 3. Tvær stjörnur 4. Kastalinn 5. Rauður bíll 6. Fíllinn 7. Friðland 8. Skjólið Flytjendur: Ásgeir Sæmundsson (Geiri Sæm) – söngur, forritun, píanó og hljómborð Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson – gítar Kristján Edelstein – gítar Skúli Sverrisson…

Geirfuglarnir – Efni á plötum

Geirfuglarnir – Drit Útgefandi: SPAÐI Útgáfunúmer: SPAÐI CD 2 Ár: 1998 1. Vorljóð 2. Til í stuðið 3. Kveðjuvals 4. Eins og vera ber 5. Eyðiland 6. Alpapolki 7. Í túni sátum saman 8. Quandra 9. Lyfta Schindlers 10. Rauðhærður hnokki 11. Tígulás 12. Vammleysi 13. Komdu heim 14. Beðið eftir Kela 15. Hafmeyjan Flytjendur:…

Geirfuglarnir (1991-)

Hljómsveitin Geirfuglarnir hefur starfað frá því snemma tíunda áratugarins með hléum og er af því er best er vitað enn starfandi. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar plötur og hefur starfað nokkuð í leikhúsi. Upphaf Geirfuglanna má rekja til Menntaskólans við Sund þar sem Halldór Gylfason (leikari), Freyr Eyjólfsson (útvarpsmaður) og Þorkell Heiðarsson voru við…

Geimharður og Helena (1991-95)

Geimharður og Helena var dúett (fremur en hljómsveit) sem starfaði á Húsavík á árunum 1991-95 að minnsta kosti. Borgar Þór Heimisson mun hafa verið söngvari en hljóðfæraskipan sveitarinnar var harmonikka og trommuheili auk e.t.v. fleiri hljóðfæra. Allar frekari upplýsingar óskast um Geimharð og Helenu.

Geirsbúðingarnir (1988)

Hljómsveitin Geirsbúðingarnir starfaði sumarið 1988 og kom þá fram á tónleikum. Meðal meðlima sveitarinnar var trommuleikarinn Sigurjón Kjartansson (Ham, Tvíhöfði, Olympia o.fl.) en upplýsingar vantar um aðra og er því hér með óskað eftir þeim.

Geirharður Valtýsson (1929-2010)

Geirharður Valtýsson (Gerhard Schmidt) setti mikinn svip á tónlistarlíf Siglfirðinga á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og segja má að hann hafi fær þeim heimsmenninguna beint í æð með starfi sínu nyrðra. Geirharður (Gerhard Walter Schmidt) fæddist í bænum Ronneburg í austanverðu Þýskalandi árið 1929 og nam þar tónlistarfræði sín en hann hafði verið…

Geimverur í lautarferð (um 1995)

Hljómsveit starfaði á Kirkjubæjarklaustri, líkast til um miðjan tíunda áratug síðustu aldar undir nafninu Geimverur í lautarferð, og var hún skipuð ungum hljóðfæraleikurum. Meðlimir Geimveranna voru þeir Vignir Snær Vigfússon gítarleikari, Magnús Árnason [?], Valdimar Gunnarsson [?] og Fjalar Hauksson trommuleikari, hér er giskað á að Vignir hafi sungið í sveitinni. Óskað er eftir frekari…

Genocide (2003-04)

Hljómsveitin Genocide starfaði á höfuðborgarsvæðinu 2003 og 04 að minnsta kosti og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 2003, þá voru meðlimir sveitarinnar Andri Þorsteinsson gítarleikari og söngvari, Helgi Hrafn Hróðmarsson trommuleikari og Nökkvi Jarl Bjarnason bassaleikari og söngvari. Sveitin sem spilaði þungt rokk, komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna. Genocide var enn starfandi í árslok…

Gengið ilsig (1984)

Hljómsveitin Gengið ilsig starfaði í Menntaskólanum á Akureyri veturinn 1983-84 og verður varla minnst nema þá helst fyrir að sveitin skartaði söngkonunni Sigrúnu Evu Ármannsdóttur en þetta var hennar fyrsta hljómsveit. Sveitin keppti vorið 1984 í hljómsveitakeppni MA sem bar heitið Viðarstaukur og hafnaði hún þar í öðru sæti. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra…

Geisli [útgáfufyrirtæki] (1989-90)

Útgáfufyrirtækið Geisli starfaði um skamman tíma undir lok níunda áratugar síðustu aldar. Fyirtækið var í eigu Ásmundar Jónssonar sem hafði verið einn af stofnendum Grammsins sem var eins konar fyrirrennari Geisla, þegar Grammið leið undir lok tók Geisli yfir katalók fyrirtækisins vorið 1989 en gaf þó eingöngu út tvær plötur með Bubba Morthens, annars vegar…

Geislar [3] (1965)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi í nokkra mánuði á Sauðárkróki sumarið 1965 og skartaði hún meðal annarra Geirmundi Valtýssyni. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Geisla en upplýsingar þ.a.l. má gjarnan senda til Glatkistunnar.

Afmælisbörn 19. febrúar 2020

Á þessum degi er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Hanna Steina (Jóhanna Steinunn) Hjálmtýsdóttir söngkona er fimmtíu og átta ára gömul í dag. Eins og flestir vita er hún dóttir Hjálmtýs Hjálmtýssonar söngvara og þ.a.l. systir Páls Óskars og Diddúar en hún hefur sungið með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal eru…

Afmælisbörn 18. febrúar 2020

Glatkistan hefur að þessu sinni þrjú afmælisbörn á skrá: Halldór Haraldsson píanóleikari er áttatíu og þriggja ára gamall í dag. Hann nam hér heima og í London, hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, kennt á píanó í og gegnt stöðu skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, gegnt ábyrgðarstörfum fyrir FÍT og önnur félagssamtök hér heima og erlendis svo…