Vinabandið [2] – Efni á plötum

Vinabandið – Heima í stofu Útgefandi: Eyrað Útgáfunúmer: EYRAD005 Ár: 2000 1. Ljósbrá 2. Anna í Hlíð (Sioux city Sue) 3. Æskuminning 4. Suður um höfin (South of the border) 5. Á hörpunnar óma 6. Blíðasti blær 7. Í bljúgri bæn (Banks of Ohio) 8. Enga ég augum leit 9. Blítt og létt 10. Undir…

Vinir Dóra Gunn

Hér er óskað upplýsinga um hljómsveit sem bar heitið Vinir Dóra Gunn, og var starfandi árið 1998 að minnsta kosti. Í blaðagrein kom fram að Gísli Pálsson væri einn meðlima hennar en ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit. Allar líkur eru á að um eins konar áhugamannaklúbb miðaldra karlmanna hafi verið um að ræða.

Vindva mei – Efni á plötum

Vindva Mei – Norður / Niður [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1994 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Vindva mei – Are flowers evil? [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: 1996 Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]           Vindva Mei…

Vinabandið [1] (1996)

Árið 1996 starfaði hljómsveit eða sönghópur innan hvítasunnusafnaðarins í Vestmannaeyjum undir nafninu Vinabandið. Meðlimir Vinabandsins voru þau Helga Jónsdóttir, Arnór Hermannsson og Högni Hilmisson en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um það, þ.e. hvort um hljómsveit eða sönghóp var að ræða, og hver hljóðfæraskipan þeirra var ef um var að ræða hljómsveit. Óskað er því…

Vin K (1991-93)

Hljómsveitin Vin K starfaði um tveggja ára skeið á tíunda áratug liðinnar aldar og lék það sem skilgreint var sem pönkaður blús, sveitin starfaði með hléum en var mjög virk þess á milli. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Mike Pollock söngvari og gítarleikari, Gunnar Erlingsson trommuleikari og Gunnþór Sigurðsson bassaleikari, þeir félagar fengu stundum Jens Hansson…

Vilmundur í snörunni (um 1990)

Hljómsveit sem bar heitið Vilmundur í snörunni starfaði á síðari hluta níunda áratugar síðustur aldar, líklega alveg um 1990. Afar litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit sem óneitanlega hlýtur að teljast meðal ósmekklegustu í íslenskri tónlist hvað nafngift varðar, fyrir liggur þó fyrir að gítarleikarinn Þorgils Björgvinsson (Sniglabandið o.m.fl.) var meðal meðlima hennar.…

Villtir snyrtipinnar (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Villtir snyrtipinnar. Ekki liggur fyrir hvenær þessi sveit starfaði, hversu lengi eða hverjir skipuðu hana en allt slíkt væri vel þegið.

Villi, Alli og Halli (1974-76)

Litlar upplýsingar er að finna um húsvíska tríóið Villa, Alla og Halla sem víst er að starfaði vorið 1976, önnur heimild segir að þeir hafi einnig spilað 1974. Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari mun vera Alli en ekki liggja fyrir upplýsingar um hina tvo, hér með er óskað eftir þeim sem og öðru bitastæðu um þetta norðlenska…

Vinabandið [2] (1996-2013)

Hljómsveitin Vinabandið starfaði í Breiðholti um fjöllangt skeið um og eftir aldamót og skemmti eldri borgurum og öðrum víða um Reykjavík og nágrenni með gömlum slögurum úr ýmsum áttum, meðlimir voru allir í eldri kantinum á sjötugs- og áttræðisaldri. Vinabandið mun hafa byrjað í kringum starf eldri borgara í Gerðubergi líklega árið 1996 en sveitin…

Afmælisbörn 11. apríl 2019

Á þessum degi eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar hvorki fleiri né færri en sex talsins: Pétur Hjaltested hljómborðsleikara skal fyrstan nefna en hann er sextíu og þriggja ára gamall í dag, fáir hafa líklega leikið með jafn mörgum hljómsveitum og Pétur en hér eru aðeins nefndar Paradís, Póker, Friðryk, Xport, Birta, Borgís, Brimkló, Cogito, Egó, Faraldur,…

Afmælisbörn 10. apríl 2019

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi. Tryggvi G. Hansen torfhleðslu- og fjöllistamaður er sextíu og þriggja ára gamall í dag en hann hefur verið þekktastur síðustu árin fyrir að búa í tjaldi í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Tryggvi á þó einnig tónlistarferil að baki en þrjár plötur komu út tengdar honum á tíunda áratug…

Afmælisbörn 8. apríl 2019

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngkonan Hjördís Geirsdóttir er sjötíu og fimm ára, hún á að baki gæfuríkan söngferil, fyrst með Söngsystrum en síðar með sveitum eins og Caroll quintet, Safír sextett og Hljómsveit Karls Lilliendahl áður en hún hóf að syngja með hljómsveit bróður síns, Gissurar Geirs. Aðrar sveitir má nefna,…

Afmælisbörn 7. apríl 2019

Þrjú afmælisbörn heiðra þennan dálk Glatkistunnar í dag: Megas (Magnús Þór Jónsson) er sjötíu og fjögurra ára á þessum degi. Megas þarf auðvitað ekki að kynna sérstaklega en hann hefur verið einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar allt því því að hans fyrsta plata kom út árið 1972. Síðan hafa komið út á fjórða tug platna…

Afmælisbörn 6. apríl 2019

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sextíu og fimm ára gamall í dag. Hann hefur mest alla tíð starfað við tónlist og fréttaflutning, hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm bassaleikari…

Afmælisbörn 5. apríl 2019

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins að þessu sinni: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla og Arnþór Helgasyni sem eru sextíu og sjö ára gamlir. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki aftra sér…

Vilhjálmur Vilhjálmsson (1945-78)

Vilhjálmur Vilhjálmsson (Villi Vill) er án nokkurs vafa einn ástsælasti söngvari Íslands fyrr og síðar og frægðarsól hans skín jafn skært í dag og þegar söngferill hans stóð sem hæst. Tónlistarferill Vilhjálms stóð þó aðeins í um fimmtán ár og mætti skipta honum í tvennt með nokkurra ára hléi, annars vegar tímabilið frá 1962 til…

Vilhjálmur Vilhjálmsson – Efni á plötum

Hljómsveit Ingimars Eydal [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 510 Ár: 1965 1. Litla sæta ljúfan góða 2. Bara að hann hangi þurr 3. Á sjó 4. Komdu Flytjendur: Ingimar Eydal – cembalett og melódika Vilhjálmur Vilhjálmsson – bassi, raddir og söngur Þorvaldur Halldórsson – gítar, söngur og raddir Grétar Ingvarsson – gítar Hjalti Hjaltason –…

Viktoria Spans – Efni á plötum

Viktoria Spans – Zingt muzikale hartewensen / Wensen van vele mensen Útgefandi: CBS / CBS Útgáfunúmer: CBS 51226 / CBS C 157/5 Ár: 1970 / [engar upplýsingar ] 1. Ombra mai fu 2. Ce faro senza euridice 3. Arioso „Dank sei dir, Herr“ 4. Bist du bei mir 5. Nymphs and shepherds, come away 6.…

Viktoria Spans (1943-)

Hin hálf íslenska söngkona Viktoria Spans var ekki áberandi í íslensku tónlistarlífi þótt hún kæmi hingað stundum til tónleikahalds, ein plata kom út með henni hér heima en þrjár í Hollandi. Viktoria fæddist hér á landi 1943, barn íslenskrar móður og hollensks föður. Þegar hún var fjögurra ára gömul fluttist fjölskyldan til Utrecht í Hollandi…

Vilhjálmur Guðjónsson [2] (1953-)

Vilhjálmur Guðjónsson er einn af þeim þúsundþjalasmiðum þegar kemur að íslenskri tónlist en hann leikur á fjölda hljóðfæra, kennir tónlist, útsetur, semur, tekur upp og kemur í stuttu máli sagt að öllum þeim þáttum sem viðkemur tónlistarflutningi. Vilhjálmur Hreinn Guðjónsson fæddist árið 1953 og var um fermingu þegar hann hóf að leika með hljómsveitum. Sú…

Vilhjálmur Guðjónsson [1] (1917-77)

Vilhjálmur Guðjónsson klarinettu- og saxófónleikari var einn af frumkvöðlum dægurlaga- og djasstónlistar á Íslandi, hann lék með fjölda hljómsveita á sínum ferli og m.a. með Sinfóníuhljómsveit frá stofnun hennar og til andláts, starfaði við tónlistarkennslu og -útbreiðslu auk þess að vinna að félagsmálum tónlistarmanna innan FÍH. Vilhjálmur fæddist í Vík í Mýrdal haustið 1917 en…

Vilhjálmur frá Skáholti – Efni á plötum

Vilhjálmur frá Skáholti – Upplestur úr eigin verkum [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GCEP 57 Ár: 1960 1. Bæn 2. Herbergið mitt 3. Jesús Kristur og ég 4. Tvö vegalaus börn 5. Þá uxu blóm 6. Þorsti 7. Ökuljóð Flytjendur: Vilhjálmur frá Skáholti – upplestur

Vilhjálmur frá Skáholti (1907-63)

Skáldið Vilhjálmur frá Skáholti (stundum ranglega sagður vera frá Skálholti) telst seint til tónlistarmanna og verður kannski minnst um aldur og ævi sem drykkfellds skálds, ljóð eftir hann eru þó samtvinnuð nokkrum vinsælum sönglögum sem flestir kannast ennþá við í dag. Auk þess kom út lítil hljómplata með upplestri hans á ljóðum. Vilhjálmur hét fullu…

Villi Valli (1930-2024)

Villi Valli er líkast til einn þekktasti tónlistarmaður Vestfjarða, hann starfrækti fjölda sveita um og eftir miðja síðustu öld og sendi frá sér tvær plötur eftir sjötugt. Villi Valli sem hét fullu nafni Vilberg Valdal Vilbergsson fæddist á Flateyri vorið 1930 og ól manninn nánast alla sína tíð fyrir vestan. Á æskuárum sínum á Flateyri…

Villikettirnir [1] (um 1970)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði eitt sinn á Skagaströnd og gekk undir nafninu Villikettirnir (eða Villikettir), sveitin var stofnuð árið 1970 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Villikattanna fyrsta árið að minnsta kosti voru þeir Hallbjörn Hjartarson [?], Helgi Gunnarsson [?] og Hjörtur Guðbjartsson [?] en engar upplýsingar er…

Villi Valli – Efni á plötum

Villi Valli – Villi Valli Útgefandi: Vilberg Valdal Vilbergsson Útgáfunúmer: VVV cd01 Ár: 2000 1. 3. des 2. Kvöld 3. Eitt kvöld í París 4. 9. febrúar 5. Ljúfsár (Ég er feimið fjall) 6. Septembersamba 7. Sveitaball 8. Ljúfsár (Leikið) 9. Takk fyrir lánið 10. Við uppvaskið 11. Sendlingarnir 12. Vals í F 13. Tilraun…

Villingarnir [1] (1988-89)

Hljómsveitin Villingarnir starfaði á höfuðborgarsvæðinu um tveggja ára skeið og lék dansleikjavænt rokk en sveitin gerði út á ballspilamennsku. Sveitin var líkast til stofnuð vorið 1988 og voru meðlimir hennar þeir Eiríkur Hauksson söngvari, Jakob Garðarsson bassaleikari, Flosi Einarsson hljómborðsleikari, Eiríkur Guðmundsson trommuleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Um haustið fluttist Eiríkur til Noregs og virðist…

Villta vestrið [1] (2000)

Hljómsveitin Villta vestrið starfaði í nokkra mánuði á fyrri hluta ársins 2000. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Matthías Stefánsson [fiðluleikari?], Ólafur [Kristjánsson?] [bassaleikari?], Helgi Víkingsson [trommuleikari?] og Arnar Freyr [Gunnarsson?] [söngvari? og gítarleikari?]. Þessi sveit spilaði að öllum líkindum kántrítónlist. Allar staðfestingar og frekari upplýsingar um sveitina má senda Glatkistunni.

Villingarnir [2] (2001)

Árið 2001 störfuðu þeir Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Herb Legowitz (Magnús Guðmundsson) plötusnúður og Matthías M.D. Hemstock slagverksleikari saman undir nafninu Villingarnir. Þeir fluttu á tónleikum verk fyrir plötusnúða, saxófón og slagverk, eins og sagt var í auglýsingu fyrir viðburðinn en ekki liggur fyrir hvort þeir störfuðu eitthvað saman áfram undir þessu nafni.

Afmælisbörn 4. apríl 2019

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Friðrik Guðjón Sturluson bassaleikari frá Búðardal er fimmtíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig…

Afmælisbörn 3. apríl 2019

Glatkistan hefur upplýsingar um eitt afmælisbarn í dag: Silli Geirdal (Sigurður Geirdal Ragnarssonar) bassaleikari er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Silli hefur frá árinu 2004 verið þekktastur fyrir að starfa með sveit sinni Dimmu en hann hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Sign og Stripshow, færri vita að á bernskuárum sínum myndaði…

Afmælisbörn 2. apríl 2019

Tvö afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari á stórafmæli en hann er fimmtugur í dag, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna…

Afmælisbörn 1. apríl 2019

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru skráð á þessum degi gabbanna. Andri Hrannar Einarsson trommuleikari á stórafmæli en hann er fimmtugur í dag. Þekktasta hljómsveit Andra var klárlega Áttavillt (8 villt) en hann var einnig í sveitum eins og KFUM & the andskotans, Langbrók, Saga Class, Silfur og Noname. Andri er frá Siglufirði og þar hefur hann…

Afmælisbörn 31. mars 2019

Á þessum degi eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld frá Stykkishólmi er fjörutíu og eins árs gamall í dag, hann hefur samið fjöldann allan af lögum, t.d. fyrir Pál Óskar og Moniku Abenroth en einnig kom út plata með Hólmfríði Jóhannesdóttur þar sem hún söng lög Hreiðars. Hreiðar er einnig menntaður…

Afmælisbörn 30. mars 2019

Afmælisbörnin í dag eru fimm talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og fjögurra ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

Afmælisbörn 29. mars 2019

Þrjú afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Þórir Baldursson hljómborðsleikari er sjötíu og fimm ára í dag. Hann er frá Keflavík og tilheyrir þeirri kynslóð þaðan sem markaði bítlaslóðir hérlendis, hann var þó meira í þjóðlagastílnum í upphafi. Þórir bjó lengi og starfaði að tónlist sinni í Þýskalandi, Bandaríkjunum og miklu víðar með tónlistarfólki eins og Donnu…

Afmælisbörn 28. mars 2019

Þrjú afmælisbörn (öll látin) koma við tónlistarsögu þessa dags hjá Glatkistunni: Jón frá Ljárskógum (Jón Jónsson) söngvari og ljóðskáld hefði átt afmæli en hann fæddist á þessum degi árið 1914. Jón er þekktastur fyrir framlag sitt með MA-kvartettnum sem hann söng með um árabil og naut mikilla vinsælda fyrir, kvartettinn gaf út fjöldann allan af…

Viðar Jónsson (1947-)

Tónlistarmaðurinn Viðar Jónsson hefur komið víða við í tónlistarbransanum þótt ekki hafi hann verið áberandi í vinsældapoppinu, hann var þó allþekktur í pöbbabransanum og á einnig að baki nokkrar útgefnar plötur. Viðar (f. 1947) á rætur sínar að rekja í Kópavoginn og þar lék hann með ýmsum hljómsveitum á unglingsárum sínum. Hann mun hafa byrjað…

Viðar Gunnarsson – Efni á plötum

Viðar Gunnarsson – Í fjarlægð: Viðar Gunnarsson syngur íslensk einsöngslög, Jónas Ingimundarson leikur með á píanó Útgefandi: Vaka-Helgafell Útgáfunúmer: VHLP 01 Ár: 1990 1. Sverrir konungur 2. Enn ertu fögur sem forðum 3. Nótt 4. Friður á jörðu 5. Rósin 6. Vorgyðjan kemur 7. Áfram 8. Í fjarlægð 9. Interview 10. Heimþrá 11. Nirfillinn 12.…

Viðar Gunnarsson (1950-)

Óperusöngvarinn Viðar Gunnarsson hefur sungið í fleiri óperum en flestir aðrir Íslendingar, hann starfaði lengi vel í Þýskalandi en hefur nú aftur flutt heim til Íslands. Viðar fæddist 1950 í Danmörku en bjó þó fyrstu ár ævi sinnar í Ólafsvík, hann hefur oft haldið tónleika þar á æskustöðvum sínum. Hann fluttist til Reykjavíkur um fimm…

Viðar Jónsson – Efni á plötum

Viðar Jónsson – Sjóarinn síkáti / Svona er lífið [ep] Útgefandi: VJ hljómplötur Útgáfunúmer: VJ101 Ár: 1973 1. Sjóarinn síkáti 2. Svona er lífið Flytjendur: Viðar Jónsson – söngur og gítar Helgi Hjálmarsson – orgel og rafmagnspíanó Þórður Þórðarson – trommur Jón Garðar – bassi  Bragi Einarsson – saxófónn Kristinn Svavarsson – söngur, flauta og…

Viggó Brynjólfsson – Efni á plötum

Viggó Brynjólfsson – Í tónum Útgefandi: Viggó Brynjólfsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2010 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Viggó Brynjólfsson – harmonikka [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Viggó Brynjólfsson (1926-2021)

Viggó Brynjólfsson eða Ýtu-Viggó eins og hann var iðulega kallaður er hálfgerð goðsögn í heimi vegavinnu og samgangna en hann á sennilega lengstan starfsaldur allra ýtustjóra hér á landi, hann lék einnig á harmonikku og eftir hann liggur ein plata. Viggó fæddist 1926 vestur á Ströndum og ólst þar við nokkurn áhuga á harmonikkutónlist en…

Vigga viðutan (1983)

Vigga viðutan var eins konar pönktríó myndað af þekktum tónlistarmönnum þess tíma, hverjir þeir voru liggur hins vegar ekki fyrir og er hér óskað upplýsinga um þá. Tríóið starfaði í skamman tíma og kom hugsanlega fram einungis einu sinni, á Hótel Borg snemma vors 1983.

Viðsemjendur (um 1980)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Viðsemjendur en nafn sveitarinnar mun vera komið til af því að meðlimir sveitarinnar, sem voru ungir að árum, sömdu allt efni sem þeir fluttu sjálfir. Kristinn H. Árnason gítarleikari ku hafa verið einn meðlima sveitarinnar en einnig er giskað á að Kormákur Geirharðsson hafi verið trymbill…

Viðfjarðarundrin (1999-2000 / 2009)

Viðfjarðarundrin er djasssveit sem hefur tvívegis verið starfandi, fyrst veturinn 1999-2000 og svo aftur nokkrum árum síðar, árið 2009. Í fyrra skiptið voru það Birgir Baldursson trommuleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari og Þórður Högnason bassaleikari en í síðara skiptið hafði kvartettinn breyst í kvintett með Davíð Þór Jónsson píanista sem viðbót.

Viðarstaukur [tónlistarviðburður] (1983-)

Viðarstaukur er nafn á hljómsveitakeppni sem haldin hefur verið innan Menntaskólans á Akureyri um árabil, keppnin er haldin á vegum TÓMA (Tónlistarfélags MA). Viðarstaukur (dregið af Woodstock) var fyrst haldinn árið 1983 og var Logi Már Einarsson (síðar alþingismaður) einn aðal hvatamaðurinn að keppninni, hún hefur síðan þá verið árviss viðburður í félagslífi skólans, keppnin…

Vignir Daðason – Efni á plötum

Vignir Daðason og Blazt – Loksins Útgefandi: Vignir Daðason Útgáfunúmer: VD 1 Ár: 1997 1. Dagar víns og rósa (Loksins) 2. Memories 3. Ég veit 4. Help me decide 5. Til hvers 6. Andvaka 7. Ég vissi ekki…… 8. I wait 9. Prayer Flytjendur: Vignir Daðason – söngur, slagverk, munnharpa og raddir Þór Sigurðsson –…

Vignir Daðason (1962-)

Vignir Daðason tónlistarmaður frá Keflavík hefur starfað með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina og einnig sent frá sér plötu með frumsömdu efni. Vignir (fæddur 1962) var um tvítugt þegar hann vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Coda frá Keflavík en þar söng hann. Hann starfaði í kjölfarið með fleiri sveitum s.s. Kjarnorkublúsurunum, Blúsbroti, Glebroti og Gabríel…

Vignir Bergmann – Efni á plötum

Sögur af Suðurnesjum – ýmsir Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2007 1. Upp og niður 2. Súsanna 3. Í bítlabænum 4. Krossinn 5. Saknaðartregi 6. Vetrarkvöld á Vogastapa 7. Kvótinn fór á flakk 8. Við höfnina 9. Í köldu stríði 10. Merkines 11. Vikivaki á Flankastöðum 12. Hassan kemur heim 13. Sólsetur í Garði…