Afmælisbörn 16. júlí 2015

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er 62 ára. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís, Pelican og Eik. Í seinni…

Rifsberja (1971-73)

Nokkuð áreiðanlegt er að Stuðmenn hefðu aldrei orðið til án hljómsveitarinnar Rifsberju en hún var undanfari þessarar hljómsveitar allra landsmanna, þótt Stuðmenn hefðu þá reyndar þegar verið komnir fram á sjónarsviðið í fyrstu útgáfu sinni. Rifsberja var stofnuð sumarið 1971 og nokkrum vikum síðar komu þeir fyrst fram opinberlega. Meðlimir voru þeir Þórður Árnason gítarleikari,…

Edda Heiðrún Backman – Efni á plötum

Edda Heiðrún Backman – Barnaborg Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 063 Ár: 1990 1. Pálína með prikið 2. Leikskólalagið 3. Maístjarnan 4. Tveir kettir 5. Ánægður drengur 6. Vísur um ref 7. Vorljóð 8. Hafið, bláa hafið 9. Eitt sinn gekk ég 10. Litirnir 11. Mamma borgar 12. Hóký póký 13. Sigga gamla 14. Ding dong…

Amor (1965-69)

Hljómsveitin Amor hélt uppi stuðinu í Vogaskóla (og líklega einnig Austurbæjarskóla) á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Sveitin hafði að geyma nokkra valinkunna meðlimi en þeir voru Tómas M. Tómasson bassaleikara og söngvara (sem síðar varð þekktari með Stuðmönnum og Þursaflokknum), Sigurður Valgeirsson trommuleikari (Spaðar o.fl.) síðar fjölmiðlamaður, Flórentínus Marteinn Jensen gítarleikari og Sigurður…

Arfi (1969-70)

Arfi var hljómsveit sem stofnuð var 1969 og keppti þá um verslunarmannahelgina í hljómsveitakeppni í Húsafelli. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kári Jónsson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari (Stuðmenn o.fl.), Gunnar Jónsson söngvari, Ólafur Sigurðsson bassaleikari (bróðir Þuríðar söngkonu og Gunnþórs bassaleikara í Q4U) og Magnús Halldórsson orgelleikari. Það sama haust var Ólafur bassaleikari rekinn og Tómas…

Ástarkveðja (1973)

Hljómsveitin Ástarkveðja var skammlíf sveit sem starfaði um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta árs 1973. Sveitin var stofnuð í upphafi ársins og hafði að geyma nokkra þá unga reynslubolta úr bransanum, Ómar Óskarsson gítarleikara og Ásgeir Óskarsson trommuleikara sem þá höfðu verið í hinni goðsagnakenndu Icecross, og einnig Sævar Árnason gítarleikara og Jón Ólafsson bassaleikara.…

Bítlarnir [3] (1992)

Hljómsveitin Bítlarnir voru starfandi 1992 en það ár kom út lag með þeim á safnplötunni Lagasafnið 1: Frumafl. Meðlimir Bítlanna voru Tryggvi Hübner gítarleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Elías Sveinsson söngvari. Í því lagi sungu Arnar Freyr Gunnarsson og Kristján Hreinsson bakraddir en ekki er ljóst hvort þeir voru í hljómsveitinni. Ekki…

Eik (1972-79 / 2000)

Hljómsveitin Eik er ein minnisstæðasta funkfusionsveit íslenskrar tónlistarsögu, fékk ævinlega frábæra dóma hvar sem hún spilaði en galt þess að starfa á tímabili svokallaðrar brennivínstónlistar og stuðs (eins og Dr. Gunni hefur skilgreint áttunda áratuginn), fyrir vikið átti sveitin sér lítinn en traustan aðdáendahóp sem mætti á tónleika til að hlusta en fór á mis…

Eik – Efni á plötum

Eik [ep] Útgefandi: Demantur Útgáfunúmer: D2 005 Ár: 1975 1. Mr. Sadness 2. Hotel Garbage can Flytjendur: Haraldur Þorsteinsson – bassi Berglind Bjarnadóttir – raddir Sigurður Sigurðsson – söngur Þorsteinn Magnússon – gítar Lárus H. Grímsson – flauta Ólafur Sigurðsson – trommur Helga Steinson – raddir Janis Carol – raddir Sigurður Long – saxófónn Eik – Speglun…

Fánar (1992-96)

Hljómsveitin Fánar vakti nokkra athygli árið 1994 fyrir lagið Greidd skuld glatað fé, á safnplötunni Já takk, sem Japis gaf út. Meðlimir sveitarinnar í því lagi voru Magnús Einarsson gítarleikari og söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari. Tríóið hafði verið stofnuð árið 1992 og þá voru meðlimir þess Magnús, Þórður Högnason bassaleikari og…

Fjörefni (1977-78)

Hljómsveitin Fjörefni naut nokkurra vinsælda síðari hluta áttunda áratugarins en var svolítið sér á báti, mest fyrir að vera aðallega hljóðverssveit. Sveitin varð til eiginlega óvart þegar þeir félagar úr hljómsveitinni Dögg (sem var nokkuð áberandi um tíma), Jón Þór Gíslason og Páll Pálsson voru að huga að sólóplötum, hvor í sínu lagi árið 1977.…

Fjörefni – Efni á plötum

Fjörefni – A+ Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 019 Ár: 1977 1. Hraðferð stuð-leið 2. Ljón og vog 3. Á Halló 4. Með (söng) lögum skal land byggja 5. Hrein torg, fögur borg 6. Farandverkamaður 7. Þú 8. Í Læralæk 9. Disco dans 10. Meiri sól Flytjendur Ásgeir Óskarsson – ásláttur og trommur Tryggvi J. Hübner – gítarar…

Graham Smith – Efni á plötum

Graham Smith – Með töfraboga / Touch of magic Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 149 / SG 809 Ár: 1981 1. Suðurnesjamenn 2. Hvers vegna varst’ ekki kyrr? 3. Sofðu unga ástin mín 4. Blítt og létt 5. Bláu augun þín 6. Stolt siglir fleyið mitt 7. Jarðarfarardagur 8. Hrafninn 9. Viltu með mér vaka í…

Halli og Laddi – Efni á plötum

Halli, Laddi og Gísli Rúnar – Látum sem ekkert C Útgefandi: Ýmir / Arpa Útgáfunúmer: Ýmir 002 / PAR CD 1003 Ár: 1976 / 1998 1. Látum sem ekkert C, gefum ýmislegt í skyn en tökum því heldur fálega ha ha ha 2. Túri klúri eða Arthúr J. Sívertsen hinn dónalegi 3. Sveinbjörn Briem (hjónadj.)…

HLH flokkurinn [1] – Efni á plötum

HLH flokkurinn – Í góðu lagi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / Skífan Útgáfunúmer: JUD 021 / JCD 021 Ár: 1979 / 1989 1. Minkurinn 2. Riddari götunnar 3. Hermína 4. Nesti og nýja skó 5. Ég mun bíða uns þú segir já 6. Kolbrún 7. Þú ert sú eina 8. Lífið yrði dans 9. Seðill 10. Kveðjan (Farinn…

Mods [2] (1969-70)

Hljómsveitin Mods (hin síðari) var stofnuð upp úr annarri hljómsveit, Arfa, haustið 1969. Sú sveit hafði upphaflega verið skipuð þeim Kára Jónssyni gítarleikara (úr Mods hinni fyrri), Gunnari Jónssyni söngvara, Ólafi Sigurðssyni bassaleikara, Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Magnúsi Halldórssyni orgelleikara. Þegar Ólafur var rekinn úr sveitinni taldi hann sig eiga réttinn á Arfa-nafninu og því…

Pelican (1973-77 / 1993 / 2001)

Hljómsveitin Pelican auðgaði íslenskt tónlistarlíf um miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar en hún var stofnuð sumarið 1973 af Pétri Wigelund Kristjánssyni söngvara og Gunnari Hermannssyni bassaleikara sem höfðu verið saman í hljómsveitinni Svanfríði, einnig voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Ómar Óskarsson gítarleikara meðal stofnenda en þeir höfðu verið í sveit sem hét…

Pelican – Efni á plötum

Pelican – Jenny darling / My glasses [ep] Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ 017 Ár: 1974 1. Jenny darling 2. My glasses Flytjendur Björgvin Gíslason – hljómborð, gítarar og píanó Ásgeir Óskarsson – ásláttur og trommur Jón Ólafsson [3] – raddir og bassi Pétur W. Kristjánsson – raddir, kazoo, söngur og tambúrína Ómar Óskarsson – raddir og gítarar Pelican – Uppteknir Útgefandi: ÁÁ records…

Rabbi & co. (1993)

Hljómsveitin Rabbi & Co var stofnuð utan um sólóplötu Rafns Jónssonar, Ef ég hefði vængi. Meðlimir sveitarinnar voru auk Rabba, sem þá spilaði á slagverk, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Magnús Einarsson gítarleikari, Jens Hansson hljómborðs- og saxófónleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari. Sveitin spilaði víða til kynningar á plötunni fyrir jólin 1993 en hætti síðan störfum.

Ruth Reginalds – Efni á plötum

Róbert í Leikfangalandi – ýmsir Útgefandi: Demant / Skífan Útgáfunúmer: D1 001 / SCD 113 Útgáfuár: 1975 / 1993 1. Dýrakynning 2. Róbert, Róbert bangsi 3. Eigið hitakerfi 4. Heima 5. Bíllinn minn 6. Ef ég væri í skárra skapi 7. Sjá, sjá 8. Leikfangaland 9. Annar tími á öðrum stað 10. Áfram, áfram 11.…

Rúnar Júlíusson – Efni á plötum

Rúnar Júlíusson – Come into my life / Let’s go dancin’ [ep] Útgefandi: Hljómar Útgáfunúmer: HLJ 003 Ár: 1975 1. Come into my life 2. Let’s go dancing Flytjendur Björgvin Halldórsson – raddir Engilbert Jensen – raddir Rúnar Júlíusson – bassi og söngur Rick Leob – trommur Gunnar Þórðarson – gítar Rúnar Júlíusson – Hvað dreymdi sveininn?…

Þursaflokkurinn (1977-84)

Upphaf Þursaflokksins má rekja til haustsins 1977 en þá hafði Egill Ólafsson verið í Spilverki þjóðanna við góðan orðstír. Egill kallaði saman þá Þórð Árnason gítarleikara og Tómas M. Tómasson bassaleikara (sem báðir höfðu komið lítillega við sögu Stuðmanna með Agli), auk Ásgeirs Óskarssonar trommuleikara og Rúnars Vilbergssonar fagottleikara (BG og Ingibjörg o.fl.) og fóru…

Þursaflokkurinn – Efni á plötum

Þursaflokkurinn – Hinn íslenzki þursaflokkur Útgefandi: Fálkinn / Steinar / Íslenskir tónar / Sena / Alda music Útgáfunúmer: FA 006 / FD 006 & FK 006 / IT 303 / SLP 695 / AMLP 040 Ár: 1978 / 1992 / 2009 / 2015 / 2018 1. Einsetumaður einu sinni 2. Sólnes 3. Stóðum tvö í túni…

Aukinn þrýstingur (1988-89)

Hljómsveitin Aukinn þrýstingur var stofnuð í tengslum við útgáfu á plötu Valgeirs Guðjónssonar, Góðir Íslendingar, sem kom út fyrir jólin 1988. Tveir meðlimir sveitarinnar, gömlu kempurnar Björgvin Gíslason gítarleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari, höfðu leikið undir á plötunni með Valgeiri og þegar til stóð að kynna hana með spilamennsku bættust ungliðarnir Björn Leifur Þórisson hljómborðsleikari (Lögmenn,…