Humanoia (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem einhverju sinni starfaði undir nafninu Humanoia, líklega í Vestmannaeyjum. Ekki liggur fyrir hvenær Humanoia starfaði en meðal meðlima sveitarinnar voru Þorsteinn Ingi Þorsteinsson og Helgi Tórshamar, sá fyrrnefndi gæti hafa verið söngvari sveitarinnar og hinn síðarnefndi gítarleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum, s.s. um aðra meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan…

Hugarástand [2] (2002-07)

Hugarástand var nafn á hljómsveit sem starfaði í Vestmannaeyjum í upphafi aldarinnar, sveitin var skipuð tónlistarmönnum á unglingsaldri. Hugarástand virðist hafa verið stofnuð haustið 2002 og lék mestmegnis í Eyjum en einnig eitthvað uppi á meginlandinu, hún kom t.a.m. oft fram á tónlistarhátíðinni Allra veðra von í Vestmannaeyjum en einnig á viðburðum tengdum goslokahátíðinni, segja…

Hreggviður Jónsson [1] (1909-87)

Hreggviður Jónsson gegndi mikilvægu hlutverki í lúðrasveitastarfi Vestmannaeyinga um áratuga skeið, bæði sem tónlistarmaður og ekki síður í félagsstarfinu. (Guðjón) Hreggviður Jónsson var fæddur í Vestmannaeyjum sumarið 1909 og kenndi sig við bæinn Hlíð í Eyjum. Hann var á unglingsaldri þegar hann hóf að leika með Lúðrasveit Vestmannaeyja sem starfaði á árunum 1925 til 1931…

Hrafnar [3] (2008-)

Hrafnar er hljómsveit sem á sér í raun heilmiklu forsögu því um er að ræða upprunalegu útgáfuna af Pöpum frá Vestmannaeyjum sem gerði garðinn frægan um skeið. Sveitin hefur sent frá sér plötur og vakið heilmikla athygli fyrir nálgun sína á þjóðlagatónlist. Papar höfðu verið stofnaðir árið 1986 og starfaði sú sveit allt til 2008,…

Hounds (1967-70)

Unglingahljómsveitin Hounds starfaði í Vestmannaeyjum undir lok sjöunda áratugarins og gerðist reyndar svo fræg að leika uppi á meginlandinu einnig. Hounds var stofnuð árið 1967 og mun hafa gengið undir nafninu Opera í upphafi, meðlimir sveitarinnar voru þeir Birgir Þór Baldvinsson trommuleikari og söngvari, Hafsteinn Ragnarsson gítarleikari, Hafþór Pálmason gítarleikari og Reynir Carl Þorleifsson bassaleikari,…

Valium (2001-02)

Óskað er eftir upplýsingum um unglingahljómsveit í Vestmannaeyjum sem gekk undir nafninu Valium en þessi sveit hafði verið stofnuð upp úr annarri sveit, Pink out líklega rétt fyrir áramótin 2001-02. Valíum mun hafa leikið á tónlistarhátíðinni Allra veðra von í janúar 2002. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, hversu lengi hún…

Hornaflokkur Vestmannaeyja (1904-09 / 1911-16)

Saga lúðrasveita í Vestmannaeyjum er býsna löng en þar hafa verið starfandi ótal lúðrasveitir í gegnum tíðina með mislöngum hléum inni á milli. Fyrst slíka sveit sinnar tegundar í Eyjum var stofnuð í upphafi 20. aldarinnar og starfaði í um tólf ár, reyndar þó ekki alveg samfleytt. Það var Brynjólfur Sigfússon sem átti heiðurinn að…

Hljómsveit Örlygs Haraldssonar (1960-61)

Hljómsveit Örlygs Haraldssonar starfaði innan Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum veturinn 1960-61, og lék þá að minnsta kosti einu sinni á skemmtun innan skólans. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Leifur Gunnarsson trommuleikari, Magnús Sigurðsson söngvari og Örlygur Haraldsson píanóleikari og hljómsveitarstjóri.jó

Hljómsveit Sigurðar Guðmundssonar [1] (1961)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Sigurðar Guðmundssonar sem starfaði árið 1961 og lék þá á 17. júní dansleik í Vestmannaeyjum. Líklegt er að þessi Sigurður Guðmundsson hafi verið Vestmannaeyingurinn Siggi á Háeyri en hann var kunnur tónlistarmaður í Eyjum og trommuleikari, ekki er vitað hverjir aðrir skipuðu þessa sveit eða hver hljóðfæraskipan hennar var…

Hljómsveit Sigurðar Óskarssonar (1958-65)

Hljómsveit Sigurðar Óskarssonar, einnig nefnd Hljómsveit S.Ó. og um tíma S.Ó. og Einar, starfaði í Vestmannaeyjum við töluverðar vinsældir um og eftir 1960. Sveitin var skipuð ungum tónlistarmönnum en tónlistarlífið í Eyjum var öflugt á þeim tíma sem endanær. Sigurður Óskarsson stofnaði hljómsveit sína árið 1958 en hann var þá einungis fjórtán ára og hafði…

Hljómsveit Hallgríms Hallgrímssonar (1960-61)

Hljómsveit Hallgríms Hallgrímssonar starfaði innan Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum veturinn 1960-61 og lék eitthvað á samkomum innan skólans. Meðlimir sveitarinnar voru hljómsveitarstjórinn og píanóleikarinn Hallgrímur Hallgrímsson, Ellert Karlsson trompetleikari (síðar kunnur útsetjari og lúðrasveitastjórnandi), Svavar Sigmundsson trommuleikari, Arnar Einarsson gítarleikari og Hafþór Guðjónsson gítarleikari. Sveitin virðist aðeins hafa starfað þennan eina vetur.  

Hljómsveit Herberts Sveinbjörnssonar (1952-60)

Mjög lítið liggur fyrir um Hljómsveit Herberts Sveinbjörnssonar en sú sveit starfaði í Vestmannaeyjum á sjötta áratug liðinnar aldar, á árunum 1952 til 60 að því er heimildir herma – ólíklegt er þó að þessi sveit hafi starfað samfleytt á þeim tíma. Hermann Sveinbjörnsson var harmonikkuleikari en lék reyndar á fleiri hljóðfæri, en engar upplýsingar…

Hljómskálinn í Vestmannaeyjum [tónlistartengdur staður] (1928-)

Í Vestmannaeyjum stendur hús sem enn í dag gengur undir nafninu Hljómskálinn þrátt fyrir að hafa verið nýtt sem íbúðarhúsnæði nær alla tíð, nafngiftin kemur til af því að húsið var byggt sem æfinga- og tónleikastaður Lúðrasveitar Vestmananeyja. Lúðrasveitir hafa margoft verið starfandi í Vestmannaeyjum allt frá aldamótunum 1900 þótt ekki hafi það verið samfleytt.…

Hljómsveit Friðriks Óskarssonar (1962-63)

Skólaárið 1962 til 63 var hljómsveit starfrækt innan Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja sem gekk undir nafninu Hljómsveit Friðriks Óskarssonar. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hljómsveitarstjórinn Friðrik Ingi Óskarsson rak síðar skipaafgreiðslu í Vestmannaeyjum en ekki liggja fyrir upplýsingar um á hvaða hljóðfæri hann lék eða aðrir liðsmenn sveitarinnar. Gunnar Finnbogason og Atli Ágústsson…

Hljómsveit Gísla Bryngeirssonar (1955-57)

Hljómsveit Gísla Bryngeirssonar starfaði í Vestmannaeyjum um tveggja ára skeið eftir miðbik sjötta áratugarins. Forsagan að stofnun sveitarinnar var sú að Gísla hafði verið sagt upp í húshljómsveit sem starfaði í Samkomuhúsinu í Eyjum snemma árs 1955, mörgum þótti það hart en Gísli var fatlaður og hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Hann lagði þó…

Hljómsveit Gísla Brynjólfssonar (1956-58)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Hljómsveit Gísla Brynjólfssonar, og hugsanlegt er að einhver ruglingur í heimildum sé við hljómsveit nafna hans Gísla Bryngeirssonar en báðar störfuðu sveitirnar í Vestmannaeyjum, hljómsveit Gísla Bryngeirssonar þó aðeins fyrr. Fyrir liggur að hljómsveit Gísla var starfandi árið 1956 og 58 en óvíst er hvort það hafi verið…

Hljómsveit Einars Sigurfinnssonar (1989)

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hljómsveit Einars Sigurfinnssonar úr Vestmannaeyjum en sveit með því nafni lék á „litla pallinum“ á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga verslunarmannahelgina 1989. Einar Sigurfinnsson (Einar klink) sem sveitin er kennd við var söngvari sveitarinnar og hafði sungið með Eyjasveitum fyrrum en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hljómsveitarinnar og hljóðfæraskipan hennar. Þessi hljómsveit…

Hjálmar Guðnason (1940-2006)

Hjálmar Guðnason trompetleikari var mikilvægur póstur í tónlistarlífi Vestmannaeyinga en auk þess að vera trompetleikari kenndi hann tónlist og stjórnaði lúðrasveitum í Eyjum, þá var hann einnig virkur í samfélagi Betel safnaðarins og stýrði þar margs konar söngstarfi auk annars. Hjálmar var fæddur í Vestmannaeyjum haustið 1940 og bjó þar alla ævi, fyrst á Vegamótum…

Hippabandið [2] (2000-12)

Hippabandið var hugarfóstur Vestmanneyinganna Helgu Jónsdóttur og Arnórs Hermannssonar, og varð til í kringum hippastemmingu sem myndaðist í Eyjum eftir aldamótin. Hippabandið var stofnað árið 2000 og var ekki áberandi framan af en þegar þau Helga og Arnór höfðu hleypt af stokkunum hippahátíð í Vestamannaeyjum í fyrsta sinn vorið 2002 varð sveitin sýnilegri. Ekki liggur…

Helgi Hermannsson (1948-)

Helgi Hermannsson var lengi vel tengdur hljómsveitarnafninu Logar en í seinni tíð hefur hann verið þekktari sem þjóðlagatónlistarmaður, hann hefur starfað við tónlist nánast alla sína tíð og komið þar víða við sögu. Helgi Hermannsson fæddist í Reykjavík árið 1948 og er því ekki Vestmannaeyingur frá blautu barnsbeini eins og margir kynnu að ætla. Hann…

Helga Jónsdóttir (1955-)

Tónlistarkonan Helga Jónsdóttir í Vestmannaeyjum hefur komið víða við í tónlistinni, stjórnað kórum, sungið í kórum og inn á plötur auk þess að semja lög og texta svo dæmi séu nefnd. Hún hefur verið áberandi í þeim geira tónlistarinnar sem flokkast undir trúartónlist. Helga Jónsdóttir er fædd (1955) og uppalin í Vestmannaeyjum og kynntist tónlist…

Hásar hænur (2000)

Svo virðist sem hljómsveit hafi verið starfandi í Vestmannaeyjum haustið 2000 undir nafninu Hásar hænur en sveit með því nafni skemmti í einkasamkvæmi í Eyjum. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hans og hvernig hljóðfæraskipan hennar var háttað, hversu lengi hún starfaði eða hvort hún hafi jafnvel verið sett saman fyrir…

Háeyrarkvartettinn (1994-96)

Háeyrarkvartettinn (Háeyrarkvintettinn) starfaði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og var settur saman sérstaklega fyrir djass- og myndlistarhátíðina Dagar lita og tóna í Vestmannaeyjum en þar lék sveitin að minnsta kosti í tvígang, árið 1994 og 96. Það var Sigurður Guðmundsson, kenndur við Háeyri í Vestmannaeyjum sem var eins konar hljómsveitarstjóri og var sveitin því…

Haraldur Guðmundsson [1] (1922-81)

Haraldur Guðmundsson hlýtur að teljast til tónlistarforkólfa en hann hafði mikil áhrif á tónlistarlífið í Vestmannaeyjum og Neskaupstað þar sem hann starfrækti hljómsveitir, stjórnaði kórum og lúðrasveitum og annaðist tónlistarkennslu, þá stofnaði hann einnig Lúðrasveit verkalýðsins og stjórnaði henni þannig að áhrifa hans gætir víða. Haraldur Kristinn Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum sumarið 1922 og bjó…

H4U2 (1986)

H4U2 var skammlíf hljómsveit starfandi í Vestmannaeyjum árið 1986. Meðlimir sveitarinnar voru Geir Reynisson [?], Páll Eyjólfsson [?], Jarl Sigurgeirsson [?], Sveinbjörn Guðmundsson [?], Ólafur Þór Snorrason [?] og Arnar Jónsson [?], ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan hennar og er því óskað eftir þeim.

H.G. sextett [1] (1949-52)

H.G. sextettinn úr Vestmannaeyjum var ein af fyrstu hljómsveitunum sem þar starfaði og þótti reyndar með bestu hljómsveitum landsins þegar hún var og hét. Haraldur Guðmundsson trompet- og banjóleikari var maðurinn á bak við H.G. sextettinn en hann fluttist til Vestmannaeyja haustið 1949 og stofnaði sveitina þar litlu síðar, sveitin hafði mikil áhrif á tónlistarlífið…

Söngvinir [1] (1944-45)

Veturinn 1944-45 starfaði tvöfaldur kvartett í Vestmannaeyjum undir nafninu Söngvinir og setti nokkurn svip á sönglífið í Eyjum. Tildrög þess að Söngvinir voru stofnaðir vorið 1944 voru þau að starfsemi Karlakórs Vestmannaeyja sem hafði verið stofnaður 1941 lá niðri þar sem stjórnandi hans, Helgi Þorláksson hafði flutt úr Eyjum, átta félagar úr kórnum brugðu því…

Söngkvintett úr skátafélaginu Faxa (um 1946-48)

Lítið er vitað um kvintett stúlkna úr skátafélaginu Faxa í Vestmannaeyjum sem skemmtu eitthvað á opinberum vettvangi um og upp úr miðjum fimmta áratug liðinnar aldar, líklega u.þ.b. á árunum 1946 til 48. Kvintettinn sem hér er kallaður Söngkvintett úr skátafélaginu Faxa, var skipaður þeim Láru Vigfúsdóttur, Ásu Helgadóttur, Svövu Alexandersdóttur, Ragnheiði Sigurðardóttur og Lilju…

Söngfélag Vestmannaeyja (1894-1904)

Söngfélag Vestmannaeyja var einn fyrsti kórinn sem starfaði í Vestmannaeyjum en þá var þar fyrir kirkjukór Landakirkju sem Sigfús Árnason stjórnandi söngfélagsins (og organisti kirkjunnar) stjórnaði reyndar einnig en sá kór hafði verið starfandi í um fimmtán ár. Söngfélagið var stofnað haustið 1894 af Sigfúsi og voru um tuttugu manns sem skipuðu kórinn í upphafi…

Syndir feðranna [3] (2004)

Hljómsveitin Syndir feðranna var líkast til sett saman fyrir eina kvöldstund, afmælishátíð hljómsveitarinnar Loga frá Vestmannaeyjum þegar hún fagnaði 40 ára afmæli sínu. Syndir feðranna var skipuð sonum meðlima Loga og kom fram óvænt á tónleikunum, hana skipuðu þeir Arnþór Henrysson bassaleikari, Jónas Hermannsson söngvari, Ólafur Guðlaugsson gítarleikari, Davíð Helgason gítarleikari og Haraldur Bachmann trommuleikari.

Sving tríó (1948-49)

Í upphafi árs 1949 var starfrækt í Vestmannaeyjum lítil hljómsveit sem gekk undir nafninu Sving tríó og lék á skemmtun á vegum Leikfélags Vestmannaeyja í samkomuhúsinu í bænum. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og starfstíma, jafnvel annað sem ætti heima í umfjölluninni um hana.

Stúlknakór K.F.U.K. í Vestmannaeyjum (1951)

Óskað er eftir upplýsingum um stúlknakór sem starfaði innan K.F.U.K. (Kristilegs félags ungra kvenna) í Vestmannaeyjum snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Fyrir liggur að kórinn starfaði árið 1951 en engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór, s.s. hversu lengi hann starfaði eða hver stjórnaði honum.

Stúlknakór Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum (1961-62)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um stúlknakór sem starfaði í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en stjórnandi kórsins og stofnandi var Guðni Þ. Guðmundsson (síðar organisti og kórstjóri) sem þá var sjálfur á unglingsaldri og nemandi við skólann. Hér er giskað á að kórinn hafi verið starfræktur veturinn 1961 til 62…

Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja (1963-64)

Oddgeir Kristjánsson stjórnaði kór sem gekk undir nafninu Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja vorið 1964 og má reikna með að sá kór hafi þá starfað um veturinn á undan. Kórinn kom fram á tónleikum og naut þá aðstoðar Hrefnu Oddgeirsdóttur, dóttur Oddgeirs en hún var undirleikari kórsins. Ekkert bendir til að Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja hafi starfað lengur…

Stormar [2] (1965-66)

Bítlasveit starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan sjöunda áratuginn undir nafninu Stormar, líklega 1965 til 66 eða þar um bil. Vitað er að Birgir Guðjónsson var trommuleikari Storma en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum sem og um starfstíma hennar.

Stella Hauksdóttir (1953-2015)

Nafn Stellu Hauks en beintengt baráttu- og réttindamálum verkafólks, kvenna og samkynhneigðra og þó svo að hún sé kannski ekki þekkt á landsvísu fyrir tónlist sína er hún vel þekkt hjá fyrrnefndu fólki og að mörgu leyti stóð hún fyrir sömu hluti og Bubbi Morthens gerði lengi vel þótt hann yrði öllu þekktari. Guðný Stella…

Stigmata (2002-03)

Hljómsveitin Stigmata var rokksveit starfandi í Vestmannaeyjum veturinn 2002 til 2003 og var skipuð meðlimum á unglingsaldri, sveitin mun hafa leikið frumsamið efni að mestu eða öllu leyti. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Heimir [?] söngvari, Elmar [?] gítarleikari og Rúnar [?] bassaleikari, ekki liggja fyrir upplýsingar um trommuleikara hennar. Glatkistan auglýsir eftir nafni trommuleikarans auk…

Stefán Sigurjónsson (1954-2022)

Tónlistarmaðurinn og skósmiðurinn Stefán Sigurjónsson (eða Stebbi skó eins og hann er kallaður í Eyjum) var öflugur í tónlistarstarfinu í Vestmannaeyjum um árabil en hann stjórnaði þar Lúðrasveit Vestmannaeyja, kenndi við tónlistarskólann og stýrði honum reyndar einnig um tíma en hann vann jafnframt einnig að ýmsum félagsmálum í Eyjum. Stefán fæddist í Sandvíkurhreppi í Árnessýslu…

Stalla hú (1991-2003 / 2009-11)

Stemmingssveitin Stalla hú skipar stóran sess í hugum Eyjamanna sem fylgdust með handboltanum á tíunda áratug síðustu aldar en sveitin hélt þá uppi magnaðri stemmingu og stuði á leikjum ÍBV liðsins í handbolta. Ekki liggja fyrir mikla upplýsingar um sveitina sjálfa en hún virðist hafa verið sett á stofn fyrir bikarúrslitaleik Víkinga og ÍBV í…

Sótarinn (um 1970)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa borið nafnið Sótarinn og starfað í Vestmannaeyjum um eða eftir 1970. Meðlimir Sótarans voru á unglingsaldri og voru þeir Georg Ólafsson gítarleikari, Hlöðver Guðnason bassaleikari, Jónas Gíslason [?] og Herbert Þorleifsson [?]. Þessi sveit mun hafa starfaði í um eitt ár en þegar Halli Geir [?]…

Snótarkórinn [1] (1939-42)

Kvennakór var starfandi í Vestmannaeyjum innan verkalýðsfélagsins Snótar á árum heimsstyrjaldarinnar síðari en hann var lengi vel eini kvennakórinn sem hafði varið starfandi í Eyjum. Snótarkórinn mun hafa verið stofnaður árið 1939 og starfaði hann til 1942 undir stjórn Sigríðar Árnadóttur en ekki liggur fyrir hvort og við hvaða tækifæri hann kom opinberlega fram.

Snótarkórinn [2] (1979)

Kór kvenna var starfræktur innan verkalýðsfélagsins Snótar í Vestmannaeyjum undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en ekki finnast upplýsingar um hversu lengi hann starfaði. Snótarkórinn, eins og hann mun hafa verið nefndur, söng á 1. maí samkomu vorið 1979 og kom aftur fram á afmælishátíð verkalýðsfélaganna í Eyjum síðar sama ár en aðrar heimildir um…

Smávinir [1] (1944)

Barnakórinn Smávinir starfaði af því er virðist í nokkra mánuði lýðveldisárið 1944, í Vestmannaeyjum. Smávinir sem í upphafi voru skipaðir ríflega fimmtíu börnum, mest stúlkum, hóf æfingar í byrjun mars undir stjórn Helga Þorlákssonar organista og aðeins fáeinum vikum síðar hafði hann sungið í nokkur skipti opinberlega í Eyjum, þar á meðal um páskana, við…

Smekkmenn (1986-87)

Hljómsveitin Smekkmenn starfaði í Vestmannaeyjum veturinn 1986-87, eða að minnsta kosti hluta hans. Sveitin lék töluvert í Eyjum frá því um haustið 1986 og fram yfir áramótin en virðist hafa hætt fljótlega eftir það, upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar óskast sendar Glatkistunni.

Skuggar [6] (1964)

Í Vestmannaeyjum starfaði um skamman tíma hljómsveit sem bar nafnið Skuggar, rétt eins og hljómsveit sem einn meðlima sveitarinnar, Grétar Skaptason gítarleikari hafði starfað með í Keflavík nokkru áður. Aðrir liðsmenn Skugga voru þeir Helgi Hermannsson söngvari og gítarleikari, Hörður Sigmundsson trommuleikari og Henry Ágúst Åberg Erlendsson bassaleikari. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð snemma…

Skólakór Hamarsskóla (1994-2002)

Í Hamarsskóla í Vestmannaeyjum starfaði kór um nokkurra ára skeið undir lok síðustu aldar og fram á þessa öld. Það var Bára Grímsdóttir tónskáld sem þá starfaði um skeið í Vestmannaeyjum, sem hafði veg og vanda af stofnun kórsins og stjórnaði honum meðan hún bjó í Eyjum til 2002. Skólakór Hamarsskóla kom einkum og aðallega…

Skólakór Barna- og gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum (1946-2003)

Skólakórar voru starfræktir með reglulegu millibili í barna- og gagnfræðaskólunum í Vestmannaeyjum (aðallega þó barnaskólanum) en skólarnir höfðu verið starfandi þar lengi, barnaskólinn var með elstu skólum landsins og gagnfræðaskólinn hafði starfað frá 1930. Kórastarfið var þó langt frá því að vera með samfelldum hætti. Ekki er vitað fyrir vissu hvenær fyrst var starfræktur skólakór…

Skólahljómsveitir Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja (um 1950-86)

Skólahljómsveitir störfuðu í fjölmörg skipti við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja en upplýsingar um þær eru hins vegar af skornum skammti. Þannig greina heimildir frá hljómsveit sem var starfandi við skólann veturinn 1951-52, einnig 1956 og svo 1961 en þá voru fjórar hljómsveitir sagðar starfandi innan skólans – þó er óljóst hvort þessar sveitir voru beinlínis skólahljómsveitir eða…

Samkór Vestmannaeyja [2] (1963-80)

Tveir tengdir kórar hafa starfað í Vestmannaeyjum undir nafninu Samkór Vestmannaeyja, færa mætti rök fyrir því að um sama kór sé að ræða en hér miðast við að um tvo kóra sé að ræða enda liðu fimmtán ár frá því að hinn fyrri hætti og hinn síðari tók til starfa. Samkór Vestmannaeyja hinn fyrri var…

Samkór Vestmannaeyja [3] (1994-2004)

Samkór Vestmannaeyja hinn síðari starfaði í um áratug í kringum síðustu aldamót en hann fetaði í fótspor kórs sem hafði starfað fimmtán árum fyrr undir saman nafni í Vestmannaeyjum, sumir vilja meina að um sama kór sé að ræða en hér er miðað við að kórarnir séu tveir enda leið langur tími milli þess sem…