Hljómsveit Haraldar Baldurssonar (1956-57)

Hljómsveit Haraldar Baldurssonar starfaði á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1956 og 57 að minnsta kosti en sveitin lék þá m.a. í Þórscafe og Breiðfirðingabúð, og einnig á útiskemmtunum og öðrum uppákomum, m.a. skemmtunum bankamanna en Haraldur Baldursson hljómsveitarstjóri starfaði einmitt við Útvegsbankann.

Haraldur sem kom úr Vestmannaeyjum lék á gítar í hljómsveit sinni en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitar hans, hljóðfæraskipan hennar eða hversu stór hún var, Ragnar Bjarnason söng eitthvað með sveitinni meðan hún starfaði en söngvarar voru á þeim tíma lausráðnir hjá hljómsveitum og því er líklegt að fleiri söngvarar hafi komið við sögu hennar.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hljómsveit Haraldar Baldurssonar.