Hljómsveitin Regn var starfandi 1993 en það sumar var haldin tónlistarhátíð í Þjórsárdal og var gefin út safnplata í tengslum við það. Platan hét Íslensk tónlist 1993 en ekki er að finna neinar upplýsingar um meðlimi Regns á umslagi hennar.
Heimildir herma þó að Pétur Hallgrímsson gítarleikari og Ragnar Óskarsson bassaleikari (báðir úr E-X) hafi verið í sveitinni auk Loga [?] fyrrum trommuleikara Bless.
Allt um þessa sveit er vel þegið.














































