Söngfélag Vonarinnar (1897)

Söngfélag Vonarinnar var starfrækt innan góðtemplarastúkunnar Vonarinnar nr. 15 í Keflavík en félagið var stofnað árið 1897 af Jóni Þorvaldssyni. Ekki liggur fyrir hversu lengi söngfélagið starfaði, hversu stórt það var eða hvort það söng eingöngu á samkomum stúkunnar eða utan hennar einnig, þá vantar einnig upplýsingar um hvort Jón þessi Þorvaldsson stjórnaði sjálfur söngnum eða hvort það var í höndum einhvers annars.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngfélag Vonarinnar.