Samkór Öngulsstaðahrepps (1970-73)

Blandaður kór var starfræktur í Öngulstaðahreppi í Eyjafirði á árunum 1970 til 1973 undir nafninu Samkór Öngulsstaðahrepps. Kórinn var stofnaður sumarið 1970 og söng hann þá fyrst opinberlega á bændahátíð í félagsheimilinu Freyvangi undir stjórn söngstjórans Guðmundar Þorsteinssonar en hann stjórnaði kórnum á þeim þremur árum sem hann virðist hafa starfað. Reyndar fór almennt ekki mikið fyrir kórnum en hann kom þó eitthvað fram opinberlega og það vakti óneitanlega athygli þegar hann hélt tónleika í Freyvangi árið 1973, að undirleikari kórsins Kristinn Örn Kristinsson var þá einungis 13 ára gamall, hann varð reyndar þekktur píanóleikari síðar.

Ekkert bendir til að Samkór Öngulsstaðahrepps hafi starfað lengur en til 1973.