Söngfélag, að öllum líkindum karlakór starfaði í Vestur-Landeyjahreppi undir nafninu Söngfélagið Ernir á síðari hluta tuttugusta aldarinnar en ekki liggur fyrir hvenær nákvæmlega.
Þeir sem gætu haft upplýsingar um Erni mega gjarnan miðla þeim til Glatkistunnar, s.s. um hvers konar kór var að ræða, hvenær og hversu lengi hann starfaði, hver eða hverjir önnuðust söngstjórn og annað sem ætti heima í slíkri umfjöllun.














































