Söngfélagið Hekla [3] (1914-21)

Óskað er eftir upplýsingum um karlakór Vestur-Íslendinga starfandi í Leslie í Saskatchewan fylki í Kanada á árunum 1914 til 1921, þessi kór gekk undir nafninu Söngfélagið Hekla.

Söngfélagið Hekla var stofnað haustið 1914 og voru meðlimir þess ellefu í byrjun. Stofnandi er sagður vera Mrs. W.H. Paulson og á árunum 1915-16 er Anna Paulson stjórnandi kórsins, ekki er víst að um sömu manneskju sé að ræða. Björgvin Guðmundsson tónskáld tók við söngstjórninni af Önnu og stjórnaði kórnum a.m.k. á þorrablóti árið 1921 en það virðist hafa verið svanasöngur Söngfélagsins Heklu.