Söngfélagið Vonin var stofnað og starfrækt árið 1907 meðal Íslendinga í Brandon í Manitoba en virðist hafa verið skammlíft.
Hr. og frú Sigurðsson (sem ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um) stofnuðu söngfélagið, annars vegar til að styrkja söng í kirkju safnaðarins á staðnum og hins vegar til að syngja íslensk lög svo unglingarnir (önnur kynslóð Íslendinganna) gætu lært og viðhaldið íslenskunni sem þá var þegar farin að glatast niður meðal þeirra.














































