
Söngflokkur Íslendinga í Kaupmannahöfn
Litlar upplýsingar er að finna um karlakór sem í heimild er kallaður Söngflokkur Íslendinga í Kaupmannahöfn en þessi kór mun hafa starfað veturinn 1913-14 undir stjórn William Barbieri sem þá var söngstjóri Frúarkirkjunnar í Kaupmannahöfn.
Um var að ræða karlakór sem innihélt á annan tug söngmanna og þeirra á meðal voru nokkrir þekktir tónlistarmenn, þeir Eggert Stefánsson og Einar Hjaltested sem síðar urðu þekktir söngvarar og svo Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngflokk Íslendinga í Kaupmannahöfn.














































