Söngflokkur K.F.U.M. og K.F.U.K. (1900-02)

Fjölmargir kórar og söngfélög hafa starfað innan K.F.U.M. og K í gegnum tíðina síðan sr. Friðrik Friðriksson stofnaði fyrst til þessa kristilega félagsskaps, frægastur er karlakór K.F.U.M sem síðar varð að karlakórnum Fóstbræðrum.

Sr. Friðrik hafði líka frumkvæði að stofnun fleiri slíkra kóra og einn sem kallaður hefur verið Söngflokkur K.F.U.M. og K.F.U.K. starfaði á árunum 1900 til 1902. Um var að ræða blandaðan kór innan félagsins en engar frekari upplýsingar er að finna um þetta söngfélag en giska má á að hér sé um að ræða einn undanfara fjölmargra kóra sem störfuðu síðar innan K.F.U.M. og K.