
Svarfdælingakórinn í Reykjavík 1985
Fremur fáar heimildir er að finna um kór brottfluttra Svarfdælinga í Reykjavík sem starfaði innan Samtaka Svarfdælinga á höfuðborgarsvæðinu á níunda áratug liðinnar aldar, kórinn virðist hafa gengið undir nokkrum nöfnum en Svarfdælingakórinn í Reykjavík mun mestmegnis hafa verið notað.
Svo virðist sem kórinn hafi starfað á árunum 1983 til 87 og ekki alveg samfleytt enda hafi hann einvörðungu komið fram á samkomum og skemmtunum Samtaka Svarfdælinga, Kári Gestsson var stjórnandi hans.














































