Með þeim fyrirvara að ekki sé um innsláttarvillu eða misskilning að ræða er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa borið nafnið Hallvarður ofnaverksmiðjan kortér, hljómsveitin sem hér um ræðir lék á útitónleikum í Hafnarhúsportinu í miðbæ Reykjavíkur sumarið 1996 ásamt fleiri sveitum.
Óskað er eftir upplýsingum um nöfn og hljóðfæraskipan meðlima sveitarinnar, starfstíma og annað sem viðeigandi þykir í umfjöllun um hana.














































