Hamóna (1980-84)

Hamóna

Hljómsveitin Hamóna var ballhljómsveit starfrækt á Þingeyri, sveitin starfaði um nokkurra ára skeið – allavega á árunum 1980 til 84 og hugsanlega lengur.

Upplýsingar um hljómsveitina eru af skornum skammti, árið 1984 voru Birkir Guðmundsson söngvari og hljómborðsleikari og Guðjón Ingi Sigurðsson gítarleikari [?] meðal meðlima hennar en alls voru þá fimm í sveitinni.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um hljómsveitina Hamónu, meðlimi hennar og starfstíma.