Vorið 1990 kom fram rokksveit og lék á tónleikum á Hótel Borg undir nafninu Hallsbandið. Hallur sá sem þar var vísað til er Hallur Ingólfsson sem var trommuleikari sveitarinnar. Sveitin kom fram einungis einu sinni undir þessu nafni en hvarf síðan.
Hér er giskað á að Hallsbandið hafi annað hvort verið eins konar undanfari hljómsveitarinnar Boneyard sem kom fram síðar þetta sama sumar eða sé jafnvel sú sveit áður en hún hlaut nafn sitt.














































