Hangir á bláþræði (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Hangir á bláþræði starfaði innan Menntaskólans við Sund árið 1987 og þá um haustið átti sveitin lag á safnplötunni Smellir sem Skífan gaf út.

Lítið liggur fyrir um þessa sveit, Pétur Örn Guðmundsson var hljómborðsleikari hennar og líklega söngvari og líklega var Pétur S. Jónsson einnig meðlimur hennar.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um hljómsveitina Hangir á bláþræði, starfstíma hennar, aðra meðlimi en hér hafa verið upp taldir og hljóðfæraskipan.