Harmonikufélag Hornafjarðar [félagsskapur] (1994-2012)

Merki Harmonikufélags Hornafjarðar

Á árunum 1994 til 2012 var starfandi félagsskapur í Hornafirði undir nafninu Harmonikufélag Hornafjarðar.

Félagið var stofnað haustið 1994 og voru stofnfélagar sextán talsins, frá upphafi var Björn Sigfússon formaður félagsins og gegndi hann því embætti alla tíð sem það starfaði eða til ársins 2012.

Starfsemi Harmonikufélags Hornafjarðar var með hefðbundnum hætti, þar var um að ræða vetrarstarf þar sem félagsmenn hittust á hálfsmánaða fresti og spiluðu saman og að vori var haldin harmonikkuhátíð. Meðlimir félagsins var yfirleitt í kringum þrjátíu manns og oftast var hljómsveit starfrækt innan félagsins undir stjórn Gunnlaugs Þrastar Höskuldssonar.

Félagið starfaði sem fyrr segir til árins 2012 en fimm árum síðar var stofnað nýtt félag undir nafninu Félag harmonikuunnenda í Hornafirði.