
Harvey Árnason
Fáar heimildir er að finna um vestur-íslenskan söngvara, Harvey Árnason sem kom til Íslands haustið 1961 og starfaði hér sem söngvari um nokkurra mánaða skeið, og er hér óskað eftir frekari upplýsingum um hann.
Harvey Árnason er fæddur í kringum 1935 en hann kom hingað til lands 27 ára gamall, hann var þá sagður eiga íslenskan föður, Árna Bjarka Árnason sem fluttist til Winnipeg snemma á öldinni, og írska móður en sjálfur kom Harvey frá Michigan fylki þegar hann kom hingað til lands haustið 1961 til að nema íslensku. Hann hóf þá að syngja með Hljómsveit Árna Elfar á skemmtistaðnum Röðli, þar sem hann tók við af Hauki Morthens, en hann söng með hljómsveitinni fram á vorið og örlítið um sumarið á Röðli. Áður hafði hann sungið með hljómsveitum vestra á dansstöðum.
Svo virðist sem Harvey hafi aftur haldið til síns heima eftir nokkurra mánaða dvöl hér á landi og ekki finnast um hann aðrar upplýsingar.














































