
Hálsull
Kvennahljómsveit úr Kópavogi starfaði á árunum 2004 og 05 undir nafninu Hálsull en hún var skipuð stúlkum sem þá voru um sextán ára aldur.
Hálsull var stofnuð sumarið 2004 og voru meðlimir hennar Valdís Ýr [Vigfúsdóttir?] gítarleikari, Aníta Björk [?] bassaleikari, Tinna [?] trommuleikari, Maríanna [?] gítarleikari og Ingibjörg [?] söngkona. Þannig var sveitin skipuð er hún kom fram á Samfés en nokkru síðar lék hún á tónleikum í Vestmannaeyjum og bauðst að koma fram sumarið 2005 á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum í kjölfarið. Þá hafði nýr trymbill komið inn í sveitina auk þess sem annar söngvari hafði bæst í hópinn, svo virðist sem Hálsull hafi hætt störfum fljótlega eftir það.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um hljómsveitina Hálsull.














































