Hljómsveitin Háspenna lífshætta var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1980 til 81 og var tónlist hennar undir nýbylgjuáhrifum, ekki er ljóst hver tengsl þessarar hljómsveitar og Jam ´80 voru en sveitirnar virðast hafa verið starfandi á sama tíma og skipuð sama mannskap.
Sveitin var skipuð fimmtán og sextán ára unglingum sem flestir áttu eftir að verða þekkt nöfn í íslensku tónlistarlífi, þau voru söngkonan Björk Guðmundsdóttir (sem hugsanlega lék á hljómborð einnig), Oddur F. Sigurbjörnsson trommuleikari, Eyjólfur Jóhannsson gítarleikari og Eyþór Arnalds, ekki er ljóst hvert hlutverk þess síðast talda var í Háspennu lífshættu en hann gæti hafa verið bassaleikari.
Vorið 1981 var ný sveit, Tappi tíkarrass stofnuð upp úr Háspennu lífshættu.














































