
Leó R. Ólason
Eitt afmælisbarn kemur við tónlistarsögu Glatkistunnar á þessum degi:
Leó (Reynir) Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er sextíu og átta ára gamall á þessum degi, hann hefur komið víða við á hljómsveitaferli sínum og hefur leikið með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og Miðaldamönnum auk fleiri. Leó hefur jafnframt gefið út efni í eigin nafni og haft veg og vanda af útgáfu platna sem tengjast heimabæ hans, Siglufirði.
Vissir þú að Dr. Gunni og Jóhann Jóhannsson starfræktu saman dúett sem kallaðist Ekta og átti m.a. lag á safnplötunni Bandalög 5?














































