Í febrúar 1971 var haldin hátíð náttúruverndarsinna í Háskólabíói þar sem ýmsir skemmtikraftar komu við sögu. Þeirra á meðal var tíu manna hornaflokkur skipaður náttúruverndarsinnum úr þremur stærstu lúðrasveitum Reykjavíkur en sveitin gekk undir nafninu Haukar og lék undir stjórn Jóns Þórarinssonar í Háskólabíói.
Ekki finnast neinar upplýsingar um hverjir þeir voru sem skipuðu Hauka en þeim upplýsingum mætti gjarnan miðla til Glatkistunnar.














































