Heimir – Söngmálablað [1] [fjölmiðill] (1923-26)

Forsíða fyrsta tölublaðs Heimis

Á árunum 1923 til 26 kom út tímarit sem bar nafnið Heimir – Söngmálablað en aðstandendur þess og ritstjórar voru þeir Sigfús Einarsson og Friðrik Bjarnason sem báðir teljast til frumkvöðla í tónlistarmálum á Íslandi.

Heimir kom fyrst út snemma árs 1923 en undirbúningur að stofnun þess hafði þá staðið um nokkurn tíma. tímaritinu var ætlað að miðla fróðleik til lesenda sinna um söngmál og tónlist almennt, bæði íslenskum og erlendum, þá hafði ekkert slíkt tímarit komið út í um tíu ár en þá hafði Hljómlistin komið út um tíma – fyrst slíkra tímarita hérlendis.

Heimir – Söngmálablað kom út í ríflega þrjú ár, það kom út fjórum sinnum á ári og var um tuttugu blaðsíður að stærð þegar mest var. Síðasta tölublaðið kom út um haustið 1926