
Heklutríóið
Innan Kiwanis-klúbbsins Heklu í Reykjavík var um skeið starfandi hljómsveit sem gekk undir nafninu Heklutríóið en var einnig stundum nefnt Heklubandið. Meðlimir sveitarinnar voru Ólafur G. Karlsson harmonikkuleikari, Karl Lilliendahl gítarleikari og Ragnar Páll Einarsson hljómborðsleikari en einnig söng söngkonan Hjördís Geirsdóttir alloft með sveitinni. Heklutríóið lék fyrir dansi á dansleikjum og öðrum samkomum innan Heklu.
Ekki er alveg ljóst hversu lengi Heklutríóið starfaði, fyrir liggur að sveitin starfaði allavega 1992 og 93 en hún hafði þá líklega verið starfandi um nokkurt skeið. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.














































