Afmælisbörn 25. desember 2023

Óskar Pétursson

Eitt afmælisjólabarn er á skrá Glatkistunnar:

Óskar Pétursson fagnar sjötugs afmæli sínu á þessum ágæta jóladegi. Óskar er eins og flestir vita einn Álftagerðisbræðra sem hafa sent frá sér ógrynni platna í gegnum tíðina en einnig hefur hann sungið með sönghópnum Galgopum. Sjálfur á Óskar að baki nokkrar sólóplötur sem og dúettaplötur með Erni Árnasyni og Huldu Björk Garðarsdóttur en jafnframt hefur hann sungið inn á mikinn fjölda platna annarra listamanna, bæði sem einsöngvari með kórum og einn síns liðs.

Vissir þú að Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari hlaut titilinn flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2008 fyrir flutning á Tuttugu tillitum til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen?