Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Ágústar Péturssonar en um var að ræða hljómsveit sem sérhæfði sig að öllum líkindum í gömlu dönsunum. Sveitin lék á fjölmörgum hestamannaböllum hjá Fáki í skátaheimilinu við Snorrabraut á árunum 1961 til 63 en ekki liggur fyrir hvort hún lék á annars konar dansleikjum.
Ágúst M. Pétursson sem sveitin er kennd við var kunnur lagahöfundur og harmonikkuleikari en ekki finnast neinar upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar, Sigurður Ólafsson söngvari (og hestamaður) söng margoft með Hljómsveit Ágústar Péturssonar á fyrrnefndum hestamannadansleikjum.














































