Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Hljómsveit Árna Valdimarssonar en hún lék á skemmtun Íslendingafélags í London haustið 1956 og lék þar fyrir dansi (gömlu dönsunum), hér er því giskað á að Árni þessi hafi verið harmonikkuleikari.
Engar upplýsingar er að finna um Árna Valdimarsson eða hljómsveit hans í heimildum, hverjir skipuðu sveitina með honum, hver hljóðfæraskipan hennar var eða neitt slíkt og er því hér með óskað eftir þeim.














































