Hljómsveit Baldurs Guðmundssonar (1991)

Hljómsveit Baldurs Guðmundssonar var starfrækt í Keflavík sumarið 1991 en hún lék þá á dansleik í heimabænum, Baldur Þórir Guðmundsson (Rúnars Júlíussonar) er sá sem sveitin var kennd við og lék hann líklega á hljómborð en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu þessa sveit nema að Guðmundur Hermannsson var söngvari hennar.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hljómsveit Baldurs Guðmundssonar, s.s. um aðra meðlimi hennar starfstíma og annað.