Hljómsveit Billy Cook (1937)

Hljómsveit Billy Cook

Hljómsveit Billy Cook var sett saman til að leika danstónlist (djass) á Hótel Borg haustið 1937 en umræddur Billy Cook var Breti sem ráðinn var gagngert til verkefnisins síðsumars og stjórnaði hljómsveitinni í nokkrar vikur.

Á þessum árum hafði verið hefð fyrir að breskir tónlistarmenn léku fyrir dansi á Borginni en sveitir þessar voru oft kallaðar Borgarböndin, það var þó smám saman að breytast og eftir stríð höfðu Íslendingarnir líklega að mestu tekið við keflinu. Í hljómsveit Billy Cook var Sveinn Ólafsson fiðlu- og saxófónleikari fulltrúi Íslendinganna en einnig var Austurríkismaðurinn Victor Urbancic píanóleikari (þá nýkominn til landsins) í sveitinni en aðrir meðlimir sveitarinnar voru breskir, Vicke [?], Stan [?] og sjálfur Billy Cook.