Hljómsveit Bjarna Guðmundssonar (1958)

Lítið er vitað um Hljómsveit Bjarna Guðmundssonar sem lék á dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði í febrúar árið 1958. Þó liggur fyrir að Bjarni Guðmundsson er sá hinn sami og kallaði sig Barrelhouse Blackie og kom fram á þessum árum í gervi þeldökks manns og söng þekkt rokklög, Bjarni söng síðar þessa sama ár (1958) með hljómsveitinni Sero (Seró) en líklega er ekki um að ræða sömu sveit.

Frekari upplýsingar óskast um hljómsveit Bjarna, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og annað sem heima ætti í slíkri umfjöllun.