Helgi í Morðingjunum (2007-08)

Helgi í Morðingjunum

Lítið liggur fyrir um pönktríóið Helga í Morðingjunum en það var stofnað sumarið 2007 og starfaði í einhvern tíma eftir það, hversu lengi er ekki vitað.

Nafn sveitarinnar, Helgi í Morðingjunum vísar til trommuleikara hljómsveitarinnar Morðingjanna – Helga Péturs Hannessonar en að öðru leyti er ekki nein tenging við þá sveit. Sveitin hitaði upp fyrir frönsku sveitina Daitro á tónleikum á Kaffi Hljómalind sumarið 2007 en aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir um opinbera spilamennsku hennar.

Meðlimir sveitarinnar komu úr hljómsveitunum Gavin Portland og I adapt, og voru það þeir Þórir Georg Jónsson gítarleikari, Kolbeinn Þór Þorgeirsson söngvari (og hugsanlega bassaleikari) og Ólafur Arnalds trommuleikari.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.