Hljómsveit Björns Gunnarssonar (1962-63)

Hljómsveit Björns Gunnarssonar

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Björns Gunnarssonar en sveitin starfaði á árunum 1962-63, hugsanlega einvörðungu um þann vetur.

Þessi hljómsveit lék oftsinnis í Breiðfirðingabúð og var skipuð ungum meðlimum, hljómsveitarstjórinn Björn Gunnarsson var líklega trommuleikari en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu sveitina. Nokkrir söngvarar og söngkonur sungu með henni meðan hún starfaði og hér má nefna Önnu Vilhjálmsdóttur, Hjördísi Geirsdóttur, Þór Nielsen og Harald G. Haralds. Einnig lék sveitin ásamt fleiri sveitum á stórum tónleikum í Austurbæjarbíói haustið 1962.