Ekki er alveg víst að hljómsveitin Hið íslenzka plastik band hafi nokkru sinni starfað eða komið fram en talað var um hana sem eins konar súpergrúbbu sem myndi koma fram við hátíðleg tækifæri, sem virðist jafnvel aldrei hafa orðið.
Það var snemma árs 1970 sem grein birtist þess efnis að þessi sveit hefði verið stofnuð og myndi starfa samhliða öðrum hljómsveitum meðlima hennar en þeir voru Björgvin Halldórsson söngvari, Björgvin Gíslason gítarleikari, Ólafur Sigurðsson trommuleikari, Haraldur Sigurðsson bassaleikari og Magnús Kjartansson orgelleikari. Það þarf vart að taka fram að nafn sveitarinnar kemur frá Plastic Ono band sem þau John Lennon og Yoko Ono starfræktu um sama leyti.














































