Afmælisbörn 22. mars 2024

Bríet

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag:

Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er fertugur og fagnar því stórafmæli í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi séu nefnd.

Tónlistarkonan Bríet Ísis Elfar á afmæli á þessum degi en hún er tuttugu og fimm ára gömul. Nánast sérhvert mannsbarn á Íslandi þekki orðið Bríeti og lög hennar sem hafa slegið í gegn undanfarin ár, og flest lögin á hennar fyrstu plötu sem bar heitið Kveðja, Bríet nutu vinsælda. Lög eins og Esjan og Rólegur kúreki gætu sjálfsagt ein og sér haldið nafni hennar á lofti um ókomna tíð.

Gunnar Ormslev saxófónleikari (1928-81) hefði einnig átt afmæli á þessum degi. Hann var fæddur í Danmörku, var hálf danskur, en kom til Íslands rétt tæplega tvítugur, það er venjulega markað sem upphaf nútímadjass á Íslandi. Hér á landi átti hann eftir að setja mikinn svip á tónlistina og lék hér með ógrynni sveita s.s. Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Hauks Morthens, Hljómsveit Björns R. Einarssonar og Jazzmiðlum svo nokkrar séu upp taldar.

Að lokum er hér nefndur Eyþór Þorláksson gítarleikari (1930-2018) sem átti einnig þennan afmælisdag, hans hljóðfæri voru harmonikka og bassi til að byrja með en eftir að hann byrjaði að leika á gítar varð ekki aftur snúið. Hann nam gítarleik á Spáni og Englandi og starfaði víða erlendis áður en hann kom heim til Íslands og gekk til liðs við KK sextett. Þar kynntist hann Ellyju Vilhjálms og giftist henni, þau skildu síðar. Eyþór lék með mörgum öðrum sveitum s.s. Hawai-kvartettnum, Orion kvintettnum og Hljómsveit Hauks Morthens.

Vissir þú að Ólafur Páll Gunnarsson (Óli Palli) hóf störf sín hjá Ríkisútvarpinu sem tæknimaður?