Hingað til (1986)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um söngflokk sem mun hafa verið starfræktur vorið 1986 og þá hugsanlega um nokkurt skeið undir nafninu Hingað til, en nafn þessa söngflokks kom upp í tillögu sem barst Ríkissjónvarpinu þegar auglýst var eftir flytjendum á framlagi Íslands í Eurovision söngvakeppninni – Gleðibankanum en Icy hópurinn (Helga Möller, Eiríkur Hauksson og Pálmi Gunnarsson) fór sem kunnugt er í þá keppni sem þá var haldin í Noregi.

Söngflokkurinn Hingað til var þarna í hópi öllu þekktari tónlistarhópa og einstaklinga en engar aðrar upplýsingar er að finna um hann.